Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 43
155
Cerasus sive Prunus Padus (Hægebcer) dó út 1888.
Prunus spinosa (Slaaen) dó út 1888.
Rubus ldœus, sprottið upp af fræi 1885. Allar hin-
ar ungu plöntur dóu út um vetur-
inn, að einni undanskilinni. Árin
1889 og 90 hefur planta þessi breytt
sig út, svo að nú er þar lítill kjarr-
runnur með 50—100 greinum. Bæði
þessi ár hefur jurt þessi haft fjölda
blóma þegar í byrjun júnímánaðar,
en eigi svo mikið sem vísi til berja;
og getur því vel verið, að runnur
þessi sje ófrjór. Jeg hef nú þegar
gróðursett 10 kvisti af runni þessum
í góða jörð, og látið vera álnar bil á
milli þeirra; ætla jeg að reyna jurt
þessa ásamt nokkrum runnum, sem
jeg hef fengið erlendis frá. Vini
mfnum, landfógeta Árna Thorsteins-
son, sem lætur sjer mjög annt um
garðyrkju, hefur tekizt betur en mjer
með hindber. Hann hefur gróður-
sett nokkrar hindberjaplöntur sunnan-
vert við íbúðarhús sitt og rjett hjá
því, og þegar 1888 tóku þær að
skjóta allstyrkum frjóöngum, og
urðu berin á þeim fullþroskuð 1889,
og sömuleiðis 1890. í garði þessum
eru nokkrir eldri stikkels-he.Tyaxxs.rm-
ar, sem á voru grænir vísar 1890.
Landfógetinn hafði fengið að Valer-
iana sambucifolia og hjá honum fjekk
jeg jurt þessa, sem jeg gróðursetti
fyrst í garði mínum. Jurt þessi vex