Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 52
164
eptir miðjan ágústmánuð fjekk jeg all-
marga belgi, og 6 og 7 ertur í hverjum
belg. Erturnar urðu mjög stórar og fylltu
alveg belgina, en eiginlega fullþroska
urðu þær eigi. Verið getur þó, að þær
megi nota til útsæðis næsta ár.
Rheum. Rhabarba rækta jeg mjög mikið af, og er
hún orðin talsvert viða hjer á landi. Síð-
ustu 5 árin hef jegsentnær 1000 plöntur
viðs vegar um landið. Bezta tegundin
virðist vera „Linœus11, en stærst er Qveen
Victoria. Leggi af henni hef jeg fengið
svo stóra, að þeir hafa vegið 2 pund; en
hvorki verða leggirnir jafnmargir á þess-
ari tegundinni, nje vökvinn eins mikill í
þeim og sumra annara tegunda. Early
red kemur hjer um bil 14 dögum fyrupp
en hinar plönturnar. A einni tegundinni,
sem jeg hef glatað nafninu á; eru legg-
irnir purpurarauðir alveg í gegn, og sykr-
aðar geta þær orðið ágætur bragðbætir.
Leggirnir eru hjer mest notaðir til að
gjöra úr þeim grauta. Nokkuð af vökv-
anum er soðið niður til geymslu, og sum-
ir hafa tekið það fyrir, að búa til vín úr
honum. Jeghef reynt það nokkrum sinnum,
og tekizt vel. f>etta árið hef jeg búið til
120 potta eptir fyrirsögn próf. Schiibelers.
Blöðin ung má matreiða og nota sem
Spinat, og eru þau þá góð á bragðið.
Rumex domesticus vex óræktaður á íslandi, og blöð
hennar eru stundum notuð í stað spinats.
Acelosa vex einnig sjálfkrafa og er mjög
bragðgóð. Jeg hef síðustu árin gróður-
sett jurt þessa í garði mínum í löngum