Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 65
Um læknaskipun á íslandi.
Eptir
dr. J. Jónassen.
Um miðja fyrri öld var hjer á landi enginn lækn
ir og þó var fólkstala hjer um 50 þúsundir manna.
Vjer, sem nú lifum, getum varla skilið, hvernig
menn hafa getað komizt af án nokkurs læknis ; eng-
um var þá til að dreifa nema skottulæknum. f>að
hlýtur að vera, að sjúklingar hafa þá orðið að þjást
meira en nú, og margur hlýtur að hafa dáið bein-
línis af læknaleysinu ; jeg vil til dæmis taka eitt,
hversu margar konur munu þá eigi hafa dáið af
barnsnauð, þegar enginn var til, sem vit hafði á að
veita hjálp ; margt mætti telja upp því til sönnunar,
að hörmulega illa hefur verið ástatt hjer á landi
um þær mundir, er sjúkdóm eða slys bar að hönd-
um. Eptir þeim skýrslum, sem nú eru fyrir hendi,
um dána og fædda, sjest það og ljóslega, að dauð-
leiksmegnið hefur verið talsvert meira þá en nú.
Þótt svo megi segja, sem stutt sje síðan fyrsti
læknir kom hingað til lands, mun fæstum vera kunn-
ugt um hin fyrstu tildrög til þess, að hjer var skip-
aður læknir. Jeg skal því stuttlega skýra frá þvi,
sem menn vita um hina fyrstu lœknaskipun, frá
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. XI. 12