Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Blaðsíða 66
178
því, hvernig læknaskipuninni smá-miðaði áfram og
hvernig lœknakennsla kemst hjer á fót, hvernig hún
líður undir lok og kemst aptur á, og lœknaskóli er
stofnaður, og að siðustu bæta við lœknatali frá fyrstu
byrjun og til vorra tíma.
I.
Urn stoýnun landlœknisembœitisins og skipun lækna-
hjeraða.
J>að verður eigi sagt með neinni vissu, hver
verið hafi fyrsti frumkvöðull að því, að landlæknir
var hjer skipaður; svo litur út sem Bjarni Pálsson,
sem var hjer fyrsti læknir, hafi sjálfur átt mikinn
þátt í því. Hann var um þessar mundir sá eini ís-
lendingur i Kaupmannahöfn, sem stundaði læknis-
fræði, og hafði prófessor Buchwaldt (hann var prófes-
sor í læknisfræði við háskólann) miklar mætur á
Bjarna, sem sjá má á brjefaskiptum þeirra, eptirað
Bjarni varð hjer landlæknir, því Bjarni hefur ritað
þau í bók, sem enn er til hjer í skjalasafni land-
læknis; segir Sveinn Pálsson, að próf. Buchwaldt
hafií febrúarmánuði 1758 „látið Bjarna færa í rit mein-
ingu sina, hvernig því yrði viðkomið að skipa land-
lækni á íslandi, hverjar skyldur hans skyldu vera
og hver launin". 1 skjalasafni stiptamtsins hjer er
til brjef, sem sjálfsagt má telja fyrsta brjefið, sem
hingað til lands hefur verið ritað frá stjórnarvaldinu
að því er snertir læknaskipun landsins. Brjefið er frá
stiptamtmanni Rantzau til Magnúsar amtmanns Gísla-
sonar, dagsett 5. d. maimánaðar 1759 í Kaupmanna-
höfn. Brjef þetta er ritað á dönsku, og hljóðar
þannig á islenzku:
„J>að hefur um þessar mundir verið rætt um
það, hversu nauðsynlegt og gagnlegt það væri