Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 90
202
svo að þeir væru færir um að liðsinna sjúklingum
til bráðabirgða með því að búa um þá, binda um
sár þeirra, taka blóð, skipa fyrir um mataræði og
ráðleggja hin almennustu lyf, sem þeim væri trú-
andi fyrir að hafa undir hendi. Eptir uppástungu
stiptamtmanns Rósenörns var rifkað nokkuð til um
rjett þessara lækna þannig, að þeim skyldi heimilt
að halda áfram læknisumsjón með sjúklingum, þeg-
ar það væri gjört eptir tilmælum hins rjetta læknis
og með eptirliti hans, eða með því að aðstoðarlækn-
irinn ritaði dagbók um sjúkdóminn, sem hjeraðs-
læknirinn sfðar gæti skoðað. Til að sanna hæfileg-
leika aðstoðarlækna til að hafa við lækningar með
þessum hætti, skyldi landlæknirin i gefa þeim vitn-
isburð um, að þeir hefðu öðlazt næga þekking til
þess og væru færir um það.
Dómsmálastjórnin skoraði á alla lækna lands-
ins að nota nú tækifærið, sem nú byðist, lil þess
að koma á betri læknaskipun í umdæmum þeim,
sem þeir væru yfir skipaðir. f»ótt menn væru mið-
ur ánægðir með þetta, varð engin breyting á þessu
um langan tíma; enginn læknir, hvorki landlæknir
nje nokkur hjeraðslæknir tók nokkurn mann til
kennslu, að einum undanskildum Jósepi Skaptasyni1.
Sama árið og alþingi fór þess á leit við stjórn
landsins, að hjer kæmist á innlend læknakennsla,
sendi stjórnin hingað til lands danskan lækni að
nafni Schleisner þess erindis, að kynna sjer sjúk-
dóm — ginklofann — á Vestmannaeyjum. f>essi
læknir ferðaðist hjer um 1847—48, og kynnti sjer
meðal annars læknaskipun landsins, og er hann kom
1) 1851 sótti hann tun, að fá borgun fyrir kennslu eins
manns, en honum var neitað um það, sakir þess að hann eigi
var skipaður hjeraðslœknir.