Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Síða 94
206
í Reykjavíkur skóla fyrir þá pilta, sem ætluðu sjer
að stunda læknisfræði, en ekki gengi undir hió
fullkomna læknapróf; 2. að þeir læsu við Kaup-
mannahafnar háskóla í 2 ár, og gengi síðan undir
einskonar próf; skyldu þeir að því loknu, hafa lækn-
ingaleyfi á íslandi og gætu gjört sjer von um, að
þeim yrði veitt læknaembætti, þegar enginn kandi-
dat sækti um þau; 3. að þeim skyldi veittir þeir
600 rdl. sem alþingi vildi láta verja til læknakennslu
á íslandi, á þann hátt, að fje þessu væri skipt í öl-
musur að upphæð 200 rdl. til 300 rdl.; svo skyldu
þeir og fá ferðakostnað borgaðan báðar leiðirnar;
4. að leitast skyldi við að útvega þeim Regents- og
kommunitetsölmusur og 5. að stjórnin skyti til 600
ríkisdölum á ári og skyldi því fje varið handa ein-
hverjum duglegum lækni í Kaupmannahöfn, sem
um leið og notuð væru þau hjálparmeðöl, sem ann-
ars væru til, sjerstaklega ætti að gefa sig við því,
að leiðbeina þeim mönnum, sem komið hefðu til há-
skólans til að búa sig undir að verða læknir á ís-
landi.
Árið 1867 bar Hjaltalín fram þá uppástungu
á alþingi, að stofnaður væri i Reykjavik reglulegur
lœknaskólt með landlækni sem forstöðumanni og 2
öðrum kennurum; þingið samþykkti að mestu leyti
þessa uppástungu, og bænarskrá um læknaskóla var
send konungi. jþegartil stjórnarinnar kom, lagði hún
til, að konungur eigi yrði við beiðni þingsins; eptir
nokkra baráttu milli þings og stjórnar, staðfesti kon-
ungur lög um stofnun læknaskóla í Reykjavík n.
febr. 1876.
f>egar Hjaltalín byrjaði á læknakennslu hjer
1860 var hann einn kennari, en 1868 var cand. med.
& chir. Jónas Jónassen skipaður aðstoðarkennari og
jafnframt læknir í nokkrum hluta af læknisumdæmi