Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 101
213
og jafnframt hjeraðslæknir í Borgarfjarðar-, Kjósar-
og Gullbringusýslu. Hann sat á alþingi sem kon-
ungkjörinn frá 1859—81 er hann beiddist lausnar;
honum var veitt jústítsráðsnafnbót 1. jan. 1860; hann
var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 26.
maí 1867. Hann stjórnaði læknakennslu þeirri, er
hann kom á fót 1862, og er reglulegur læknaskóli
var settur með lögum 11. febrúar 1876, var hann
skipaður forstöðumaður skólans 21. febr. s. á.; 5. okt.
1870 var hann sæmdur riddarakrossi frakknesku
heiðursfylkingarinnar og á þjóðhátíð íslendinga 1874
var hann sæmdur krossi dannebrogsmanna. Honum
var veitt lausn í náð 19. júlí 1881 og um leið
sæmdur etatsráðsnafnbót, en henni sagði hann þeg-
ar af sjer aptur. Hann andaðist í svefni i Reykja-
vík aðfaranótt 8. dags júnímánaðar 1882.
Kona hans var Karen Jacobine Baagöe, (ý 22.
maí 1866), dóttir verzlunarstjóra í Reykjavík H. H.
Baagöe og Solveigar Johnsen.
J>au áttu ekkert barn.
Æfiágrip Hjaltalíns eptir yíirkennara H. Kr.
Friðriksson er prentað í ellefta ári „Andvara“, Rvík
1885.
6. Schierbeck{Hans Jacob Georg), fæddur í Odense
24. febrúar 1847, sonur klukku- og málmsteypara í
Odense Hans George Augustinus Schierbeck og
Nicoline Magdalene Höilich; var fyrst í kennslu hjá
garðyrkjumanni í Odense; útskrifaður úr heimaskóla
1870 með 2. einkunn; tók læknispróf við háskólann
í Kaupmannahöfn 1876 með 1. einkunn. VaríPar-
isarborg 1876--79; læknir í Kaupmannahöfn 1879;
skipslæknir á herskipinu „Fylla“ 1879; læknir á Frið-
riks-spítala í Kaupmannahöfn 1880—82. Settur hjer
landlæknir 1. nóvember 1882 og fjekk veitingu fyr-