Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 107
219
10. Davíð Scheving þorsteinsson, fæddur á ping-
eyri i Dýrafirði 5. október 1855, sonur porsteins
J>orsteinssonar verzlunarstjóra og Hildar Guðmunds-
dóttur Scheving; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla
1876 með 2. einkunn; tók próf við læknaskólann í
Reykjavík 1880 með 1. einkunn; var á spítölum í
Kaupmannahöfn 1880—81. Hann var skipaður lækn-
ir í 5. læknishjerað 5. mai 1881.
Kona hans er þórunn Stefánsdóttir Stephensen,
prófasts í Vatnsfirði, systir konu Einars læknis Guð-
jóhnsens.
Hann býr á Brjánslæk.
11. Davidsen (Philip Theodor), fæddur í Horsens
um 1821; tók próf i læknisfræði við háskólann í
Kaupmannahöfn 1849 með 2. lakari einkunn; skip-
aður hjeraðslæknir á Vestmannaeyjum 30. júlí 1852;
andaðist þar 10. júní 1860 (af byltu á brjóstið).
26. marz 1860 var honum veitt hjeraðslæknis-
embættið á eyjunni „Anholtu, en hann var dáinn,
þegar veitingarbrjefið kom til eyjanna.
12. Eðvald Jacob Johnsen, fæddur á Húsavík
1. marz 1838, sonur verzlunarstjóra Jacobs J>órar-
inssonar Johnsen og Hildar Jónsdóttur; útskrifaður
úr Reykjavíkurskóla 1859 með 1. einkunn; las guð-
fræði i Kaupmannahöfn 1860—61; síðan læknisfræði
og tók próf við háskólann 1867 með 2. betri eink-
unn. Hann var settur hjeraðslæknir í Eyjafjarðar-
og þ>ingeyjarsýslum 1867—68. Fór svo til Dan-
merkur og hefur verið þar síðan; hann er nú lækn-
ir i Kaupmannahöfn. Arið 1873 var hann i hálft
ár hjá Dr. Mezger í Amsterdam og lærði hjá hon-
um „nuddfrœðiu (Massage) og fæst nú eingöngu við
lækningar eptir þeirri fræði.
Hann er ógiptur.
13. Eggert Jónsson Johnsen, fæddur á Melumí