Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 113
226
1867. Var á spítölum í Kaupmannahöfn 1878—
1879.
Hann er tvigiptur; fyrri kona hans var Hildur
Bogadöttir Thorarensen, er andaðist 17. október 1878;
síðari kona hans er Ingibjörg jensdóttir Sigurðsson-
ar skólastjóra, systir Bjarna læknis.
Hann býr í Stykkishólmi.
22. Hoffmann (Jörgen Wichmann), fæddur í
Maribo 1773; tók próf (Ex. chir.) í læknisfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn 1817 með 3. einkunn;
skipaður fjórðungslæknir í Norðlendingatjórðungi 9.
ágúst 1820; honum var veitt lausn i náð 5. október
1831; fór svo til Danmerkur og dó þar 21. desem-
ber 1836.
23. Hvidsteen (Lars Christian), fæddur í Kaup-
mannahöfn 1784; tók próf í lyfsalafræði 1807; settur
Qórðungslæknir í Vestfirðingafjórðungi 1817; andað-
ist vestra 13. september 1829.
Hann var stjúpsonur Grims Thorkelíns etats-
ráðs.
24. jensen (Andreas Peter), fæddur í Kaup-
mannahöfn 1810; tók próf (Ex. chir.) í læknisfræði
við háskólann í Kaupmannahöfn 1832 með 2. ein-
kunn; skipaður hjeraðslæknir nyrðri hluta Vestur-
amtsins 13. maí 1835; honum var veitt lausn í náð
19. marz 1846; hann fór svo til Danmerkur ög and-
aðist þar 21. nóvember 1863 (úr hjartasjúkdómi).
25. jón Einarsson, fæddur 1746, sonur Einars
Magnússonar, bónda i Kaldaðarnesi og Guðrúnar
Gisladóttur Álfssonar; útskrifaður úr Skálholtsskóla
1769; lærði hjá landlækni Bjarna Pálssyni, og tók
próf í læknisfræði 3. júlí 1776 (hann var sá siðasti,
sem tók próf hjá Bjarna); dvaldi síðan hjá Bjarna
þangað til hann dó; þá var Jón settur landlæknir
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. XI. 15