Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 114
226
1779'8o, þar til Jón Sveinsson tók við; Jón varskip-
aður fjórðungslæknir í nyrðra umdæmi Vestfirðinga-
fjórðungs 17. desember 1781; hann varð blindur og
varð að segja af sjer 1811. Hann andaðist 29. júlí
1816.
Hann bjó lengst af í Ármúla á Langadals-
strönd.
Hann var tvigiptur; átti fyrst Kristínu Hjálm-
arsdóttur, smiðs Erlendssonar, systurdóttur Bjarna
landlæknis og síðar Sigríði Gunnlaugsdóttur.
26. Jón Constant Finsen, fæddur i Reykjavík
24. nóvember 1826, sonur yfirdómara í landsyfirrjett-
inum Ólafs Finsens og Nikoline Marie Möller; hann
ólst upp hjá stiptsprófasti Árna Helgasyni í Görð-
um á Álptanesi; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla
1848 með 2. einkunn; settur læknir i liði Dana 1850
—51; kóleralæknir i Kaupmannahöfn og i Friðriks-
höfn 1853. Tók próf i læknisfræði við háskólann í
Kaupmannahöfn 1855 með 2. betri einkunn; settur
læknir á Garnisonsspitalanum i Khöfn 1855. Skipaður
hjeraðslæknir í Eyjafjarðar- og Júngeyjarsýslu 31.
marz 1856; settur læknir i Múlasýslum 1860—66 (þar
gegndi Bjarni Thorlacius fyrir hann). Skipaður
hjeraðslæknir i Orsted hjá Randers á Jótlandi 30.
marz 1867. Dispúteraði fyrir doktorsnafnbót við
Khafnar háskóla 6. nóvember 1874. Skipaður stipts-
fýsikus yfir Lálandi og Falstri 4. júni 1875. Var
sæmdur krossi dannebrogsorðunnar 1884. Hann
andaðist i Nykjöbing á Falstri 1885.
Kona hans var Sophie Vilhelmine Funck, dóttir
umsjónarmanns í Kristjánsey Peter Johannes Funck
og Sophie Frederikke Rundt. Hún lifir enn. — J>au
áttu ekki börn.
27. jón Pjetursson, fæddur 1733, sonur Pjeturs
Jónssonar, smiðs á Hólum og Margrjetar Illuga-