Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 116
228
28. Jón Sigurður Karl Kristján Sigurðsson
Johnsen, fæddur í Flatey á Breiðafirði 30. mai 1853,
sonur Sigurðar Jónssonar, kaupmanns í Flatey og
Sigríðar Brynjólfsdóttur; útskrifaður úr Reykjavíkur-
skóla 1878 með 2. einkunn; tók próf við læknaskól-
ann í Reykjavík 1881 með i.einkunn; var á spitöl-
um i Kaupmannahöfn 1881—82. Honum var veitt
12. hjeraðslæknisembættið 29, apríl 1882. Hann
andaðist á Húsavik 18. janúar 1887 (úr taugaveiki).
Kona hans var Guðrún Birgitta Gísladóttir
Oddssonar, bónda á Lokinhömrum við Arnarfjörð.
29. Jón Sigurður Guðmundsson Ögmundsen,
fæddur á Eskifirði 24. nóvember 1806, sonur Guð-
mundar Ögmundssonar, verzlunarstjóra á Eskifitði
og Málmfríðar Jónsdóttur sýslumanns Sveinssonar;
útskrifaður úr Borgaradyggðaskólanum á Kristjáns-
höfn (í Kaupmannahöfn) 1825 með 2. einkunn; tók
próf (Ex. chir.) í læknisfræði 1831 með 2. einkunn;
var skipaður fjórðungslæknir á Vestfjörðum n.maí
1832; honum var veitt lausn í náð frá embætti sínu 30.
janúar 1835; fðr aptur til Kaupmannahafnar og tók
aptur læknispróf þar 1837 (Exam. medicum) með 2.
einkunn; varð svo læknir á geðveikra spítala
(,,Bidstrup“) 1836—45; skipaður hjeraðslæknir íRibe
(Rípum) á Jótlandi 27. febrúar 1845 og dó þar 23.
febrúar 1857 (úr lungnabólgu).
Hann átti danska konu, Pauline Ulrikke Char-
lotte Thormann.
30. Jón Sigurður Ólafsson, fæddur á Hjaltastöð-
mjer verið manúdúceraður, og öllu sæmilegar gáfur hefur; hann
er og manneskja af litlum kostum, grunaður um góðfýsi etc.
Dominus providebit!“
Espólín segir; „hann var kallaðurvel vitiborinn til lækn-
inga, en pótti stundum mistækur; hann hafði víða farið, var lítill
maður, bæklaður í höndum“ (Árb. IX. hl. bls. 13).