Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 121
233
39. Magnús Pjetursson Stephensen, fæddur í Ás-
um 1 Skaptafellssýslu 14. apríl 1836. sonur Pjeturs
prests Stefánssonar Stephensen að Olafsvöllum og
Gyðríðar f>orvaldsdóttur Böðvarssonar; útskrifaður
úr Reykjavíkurskóla 1856 með 1. einkunn; tók próf
í læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1862
með 1. einkunn; skipaður læknir í Vestmannaeyjum
11. desember 1863 og dó þar 12. febrúar 1865 (úr
brjóstveiki).
Hann var ógiptur.
40. Oddur jónsson Hjaltalín, fæddur á Kálfa-
felli á Síðu 12. júlí 1782, sonur Jóns Oddssonar
Hjaltalíns, prests að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
Guðrúnar Jónsdóttur prests i Bjarnarnesi Bergsson-
ar; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1802; sigldi til
Kaupmannahafnar 1803 og stundaði læknisfræði en
tók eigi próf; hann var skipaður fjórðungslæknir í
syðri hluta Vesturamtsins 4. desember 1807 eptir
Ólaf Brynjólfsson; kom þó ekki hingað til lands fyrr
en 1808 og settist að í Stykkishólmi; hann var sett-
ur landlæknir 3. ágúst 1816 til i. júní 1820 og bjó
þá i Nesi; flutti svo vestur aptur og bjó um tíma
á Grundarfirði svo á Hrauni í Helgafellssveit og
síðastí Bjarnarhöfn. pegar Hvidsteen dó, var Odd-
síðst á fósturfoldu minni þar nyrðra. En ekkert skrif eða
formlegt klögunarorð er yfir yður til mín komið; þar mættu og
vera rationes sufficentes upp í topp, áður en jeg, æði latur og
lasinn,yrði sigunar-hundur hvervetna. þetta segist yður elsku-
legi Dne commilito alleina til eptirþanka; og ef nokkuð því-
líkt finnið hjá sjálfum yður að rectificandum sed non castran-
dum, ex. gr. þó þjer strax heima hafið viljað promte betaling
fyrir útlögð medicament af þeim kunna; þó þjer krefjið reisu-
betalings og uppihalds fyrir dag allt að því þó hðti slapara
en Landfysico er skilað, þykir mjer billegt; en í öllu slíku má
ei brúka allsterkja frekju, allra síst útópíska absurditatem
negocitarem11 (sic).