Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 123
235
var um tíma í herliði Dana 1862; tók próf í lækn-
isfræði í Reykjavík 1869 með 1. einkunn; settur
læknir í Árnessýslu 1869—70, læknir í Stranda-
sýslu 1870. Fjekk veitingu fyrir 7. læknishjeraði
14. ágúst 1876 og honum falið á hendur að gegna
fyrst um sinn 5. læknishjeraði.
Kona hans er Elísabeth Ragnhildur Jónsdóttir,
dóttir Jóns prests Jónssonar í Steinnesi og Elínar
Einarsdóttur.
Hann býr í Bæ i Króksfirði.
43. Olafur Sivertsen Guðmundsson, fæddur á
Kvennabrekku í Dalasýslu 4. desember 1861, sonur
Guðmundar prófasts Einarssonar og Katrínar Olafs-
dóttur; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1881 með
2. einkunn; tók próf í læknisfræði við læknaskólann
i Reykjavík 1885 með 1. einkunn; var á spítölum f
Kaupmannahöfn 1885—86; 26. mai 1886 var hann
skipaður aukalæknir á Skipaskaga og 4 syðstu
hreppum Borgarfjarðarsýslu; skipaður hjeraðslæknir
í 18, læknishjerað 2. júní 1890.
Kona hans er. Margrjet Magnúsdóttir Olsen,
umboðsmanns á Júngeyrum og Ingunnar Jóns-
dóttur.
Hann býr á Stórólfshvoli á Rangárvöllum.
44. Olafur Stefán Thorarensen, fæddur 1794 á Möðru-
völlum í Hörgárdal, sonur Stefáns amtm. Thoraren-
sens og Ragnheiðar Vigfúsdóttur Scheving; útskrif-
aður úr Bessastaðaskóla 1813; tók læknispróf (Ex.
medic.) við háskólann í Kaupmannahöfn 1819 með
2. einkunn; hann var sendur til Vestmannaeyja 1821
til þess að kynna sjer ginklofaveikina. Hann sótti
aldrei um embætti, en 1830 sótti hann um að stofnað
væri „amts-fýsikaR í norðuramtinu, en þvf var neit-
að; hann var opt settur til að þjóna hjeraðslæknis-
embættinu fyrir norðan (Eyjafjarðarsýslu) er læknis-