Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 126
238
ember 1848; fór til Danmerkur og andaðist 9. marz
1852 (af heilablóðfalli).
48. Skúli Vig/ússon Thorarensen, fæddur á Hlíð-
arenda i Fljótshlíð 28. marz 1805, sonur Vigfúsar
Thorarensens kansellíráðs og sýslumanns og Stein-
unnar Bjarnardóttur landlæknis Pálssonar; útskrif-
aður úr heimaskóla 1824; tók próf (Ex. chir.) 1 lækn-
isfræði við háskólann í Kaupmannahöín 1834 með
2. einkunn; hann var skipaður hjeraðslæknir í eystra
umdæmi Suðuramtsins 4. júní 1834; sat á alþingi
1845; sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 6.
október 1862, kanselliráðsnafnbót 1869. Fjekklausn
í náð frá embætti sínu 17. apríl 1869. Hann and-
aðist að heimili sínu að Móeiðarhvoli 1. apríl
1872.
Hann var tvigiptur; átti fyrst Sigríði Helgadótt-
ur, konrektors og síðan Ragnheiði porsteinsdóttur
Helgasonar.
49. Sveinn Pálsson, fæddur 1762, sonur Páls
Sveinssonar, bónda á Steinsstöðum og Guðrúnar
Jónsdóttur, lögrjettumanns í Hjeraðsdal; útskrifaður
úr heimaskóla 30. apríl 1782 af Hálfdáni Einarssyni;
stundaði læknisfræði i 4 ár hjá landlækni Jóni
Sveinssyni; fór svo til Kaupmannahafnar 1786 og
stundaði þar læknisfræði og náttúrufræði í 4 ár, en
tók eigi próf; hann var sendur af náttúrufræðisfje-
laginu f Kaupmannahöfn hingað til lands og ferðaðist
hjer um 1791—95. Hann bjó um tíma sem bóndi.
Hann var skipaður læknir í Vestur-Skaptafells-,
Rangárvalla- Árnes- og Vestmannaeyjasýslu 4.
október 1799; var settur landlæknir 25. ágúst 1803
til 29. júlí 1804, er Klog tók við embættinu. Fjekk
lausn í náð 20. nóvember 1833. Hann bjó í Vík í
Mýrdal og andaðist þar 23. apríl 1840.