Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 129
241
Reykjavík 14. marz 1848, sonur J>órðar, fyrr sýslu-
manns, Guðmundsens og Jóhönnu Lárusdóttur Knud-
sen; ótskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1867 með 2.
einkunn; tók próf í læknisfræði í Reykjavík 1872
með 2. einkunn; var á spítölum í Kaupmannahöfn
1872—73; settur læknir í Gullbringusýslu i874;fjekk
veitingu fyrir 2. læknishjeraði 14. ágúst 1876. Hon-
um var vikið fiá embætti um stundar sakir 17.
maí 1883, að telja frá 1. júnís. á,; honum veitt lausn
10. janúar 1884 (eptirlaunalaust).
Hann fór til Vesturheims ári síðar og er þar
nú læknir.
Hann var ógiptur.
56. þorgrímur Asmundarson Johnsen, fæddur
í Odda á Rangárvöllum 18. desember 1838, sonur
Ásmundar prófasts Jónssonar og Guðrúnar J>orgríms-
dóttur; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla i86omeði.
einkunn; tók próf i læknisfræði við háskólann í
Kaupmannahöfn 1868 með 2. betri einkunn; skipað-
ur hjeraðslæknir í Árnes- og Rangárvalla- ogVest-
ur-Skaptafellssýslu 5. ágúst 1869; skipaður hjeraðs-
læknir í Eyjafjarðar og |>ingeyjarsýslu 14. apríl 1874.
Hann er og læknir við sjúkrahusið á Akureyri.
Kona hans er Sophte Gertrud Katrine Havsteen,
dóttir fyrrum kaupmanns I. G. Havsteens á Akur-
eyri.
Hann býr á Akureyri.
57. þorgrímur þórðarson, fæddur í Reykjavík 17.
desember 1859, sonur fórðar útvegsbónda Torfa-
sonar í Reykjavík og Ragnheiðar Jónsdóttur; út-
skrifaður úr Reykjavíkurskóla 1880 með 2. einkunn;
tók próf í læknisfræði við læknaskólann í Reykja-
vík 1884 með 1. einkunn (var sá fyrsti, sem land-
læknir Schierbeck prófaði); var á spítölum í Kaup-
Tímarit hins islenzha Bókmenntafjelags XI. 16