Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1890, Page 134
246
mannaeyjum 3. marz 1861, sonur Brynjólfs prests
Jónssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur; útskrifaður úr
Reykjavikurskóla 1883 með 1. einkunn; tók próf í
læknisfræði við háskólann ( Kaupmannahöfn 1890
með 2. betri einkunn.
Hann er enn i Kaupmannahöfn.
3. Gisli Pjdursson, fæddur i Ánanaustum i
Reykjavík 1. mai 1867, sonur Pjeturs bónda Gísla-
sonar og Valgerðar Ólafsdóttur; útskrifaðurúr Reykja-
víkurskóla 1886 með 1. einkunn; tók próf í læknis-
fræði við læknaskólann í Reykjavík 1890 með 1.
einkunn. Er nú á spítölum í Kaupmannahöfn.
4. Guffmundur Magmísson, fæddur i Holti á Ás-
um í Húnavatnssýslu 25. september 1863, sonur
Magnúsar bónda Pjeturssonar og Ingibjargar Guð-
mundsdóttur; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1883
með ágeetiseinkunn\ tók próf í læknisfræði við há-
skólann í Kaupmannahöfn 1890 með 1. einkunn.
Hann er enn i Kaupmannahöfn.
5. Halldór Torfason, fæddur á Flateyri 2. sept-
ember 1862, sonur Torfa verzlunarstjóra Halldórs-
sonar og Mariu Össurardóttur; útskrifaður úr Reykja-
víkurskóla 1884 með 3. einkunn; tók próf í læknis-
fræði við læknaskólann í Reykjavík 1888 með 2. ein-
kunn; var á spítölum í Kaupmannahöfn 1888—89;
var um tima 1889 skipslæknir á útflutningaskipi milli
Danmerkur og Vesturheims; kom hingað heim sum-
arið 1889.
6. Jón Gíslason (John Gisleson), fæddur á Kjal-
arnesi 20. september 17501; kom í Skálholtsskóla
1) í norshu lœknatali (Norges Læger i det nittende Aar-
hundrede ved F. Kjær, Christiania 1873) segir: „að Jón hafi
verið sonur blá-látækra ioieldra, sem orðið hafi að lifa í bænda-
stjett af handaða sínum, þótt þeir væni komnir af Noregs kon-