Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 2
2
anna og hinnar dauðu náttúru, því að þær hreyta ólíf-
rænum efnum í lífræn efni, en án þeirra gætu engin dýr
lifað. Færi svo, að allar jurtir hyrfu af jörðinni, þá myndu
dýrin brátt líða undir lok, því að þá gengju lífrænu efn-
in öll til þurðar.
Margar jurtir gera sér samt að góðu að nærast á
lífrænum efnum; þær hagnýta sér leifar jurta og dýra,
þegar slíkt er á boðstólum, en geta þó vel án hennar
verið. Aftur eru aðrar jurtir, er meiri þörf hafa á líf-
rænni fæðu, og sumum er hún svo nauðsynleg, að þær
geta ekki án hennar lifað.
Jurtir, er nærast á lífrænum efnum, afla sér næringar
átvennan hátt: Sumar fá hana úr rotnuðum leifum dýra
og jurta, en nokkrar vinna hana þar á móti úr lifandi
jurtum og dýrum. Slikar jurtir eru sníkjujurtir og rán-
jurtir.
Sníkjujurtir draga næringuna út úr jurtum og dýr-
um, án þess þó að valda bana þeirra þegar i stað, en oft
getur svo farið, að sníkjur þeirra dragi þær til dauða.
Lokasjóðurinn (Rhinanthus minor) festir rætur sínar við
rætur annarra jurta og dregur frá þeim næringu. Fjöl-
margar bakteríur eru og sníkjujurtir; þær lifa algeriega á
líkömum jurta og dýra og draga frá þeim næringu; valda
þær þá oft veikindutn og dauða.
Ránjurtirnar veiða bráðina og bana henni; að því
búnu melta þær hana í sundur og hagnýta sér svo efni
þau, er geta komið þeim að haldi. Allar eru þær svo úr
garði gerðar, að þær geta meðfram aflað sér fæðu á ann-
an hátt.
Maður sá, er fyrstur beindi athygli vísindanna að
ránjurtunum, var enskur aðalsmaður, er John Ellis hét.
Hann fann jurt eina í Karolina í Norður-Ameríku, sem
grasafræðingar höfðu eigi áður þekt. Það var jurt, sem
telst til sóldöggvar-ættarinnar og heitir á latínu Dionæa