Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 3
■>
muscipula; hefir hún á sumum málum verið nefnd flugna-
gildra Venusar (á dönsku: Venus’s Fluefanger; þýzku: Ve-
nus’s Fliegefafle; ensku: Venus’s flytrap). Getum vér ef til
vill nefnt hana hremmiblöku. Jurt þessi er ránjurt og
munum vér lýsa henni síðar.
Ellis reit nákvæma lýsingu á jurtinni og sendi hana
Linné, hinum fræga grasafræðingi í Uppsölum; hún var
svo birt á fundi í vísindafélaginu þar árið 1768.
Veiðiskapur hremmiblökunnar er svo ólíkur öllu því,
er menn þektu þá um lifnaðarháttu jurtanna, að mörgum
þótti það undrum sæta. Linné sjálfum þótti jurt þessi
svo undarleg, að hann nefndi hana »miraculum naturæ«,
0: furðuverk náttúrunnar. Nú á dögum eru menn orðn-
ir miklu fróðari um lifnaðarháttu jurtanna en þá á dögum,
enda sjá menn nú, að bæði þessi ránjurt og aðrar fleiri
skera sig ekki svo mjög úr öðrum jurtum, sem mönnum
virtist i fyrstu.
Lengi vel skipaði hremmiblakan ein ránjurtasætið;
mönnum kom ekki til hugar að líta kringum sig eftir
slíkri jurt, því að annað eins furðuverk hugðu þeir ekki
vera á hverri þúfu. Þýzkur grasafræðingur, er hét Rath;
getur þess reyndar árið 1782, að hann hafi séð skordýr
festast á blöðum sóldöggvarinnar og lára þar líf sitt; lýsir
hann jafnframt hreyfingum háranna. Þetta vakti ekki
neina verulega eftirtekt, enda eru rán hennar ekki eins
augljós og hremmiblökunnar.
Svo líða mörg ár að lítið bætist við þekkingu manna
í þessu efni; reyndar fundust ýmsar nýjar ránjurtir og
stöku menn fengust lítið eitt við að rannsaka þær, en
alt var það af skornum skamti. Loks kemur Darwin til
sögunnar; meðal annars lagði hann fyrir sig að rannsaka
ránjurtirnar. Naut hann aðstoðar ensks grasafræðings, er
Hooker hét, % í þessu efni. Rannsóknir hans sköruðu
. 1*