Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 8
8
um blöðum. Hraðinn er og bundinn við lofthitaun, og
ýms fleiri atvik.
Þegar þau eru léttust í hreyfingum, þá geta þau
snúist um horn, sem er 450 á 2 mínútum. Stóri vísirinn
á klukku þyrfti að fara fjórðung stundar á 4 mínútum til
þess að vera eins fljótur í förum. Alla jafnan eru hárin
ekki fljótari í förum en það, að þau eru 10 mínútur að
snúast um rétt horn, með öðrum orðum: ef þau standa
beint upp úr blökunni, þá eru þau ro mínútur að leggj-
ast flöt niður að henni.
Blaðkan sjálf breytir og lögun, um leið og hárin
þyrpast saman, jaðrarnir verpast upp, svo blaðkan verður
íhvolf líkt og skál, og situr þá bráðin á skálarbotninum.
Þegar dýrið festist við hárkirtilinn, ertist kirtillinn,
og byrjar þá að drjúpa úr honum vökvi; þegar hin hár-
in ná til bráðarinnar, fara þau einnig að gefa frá sér
vökva; eykst þá vökvamagnið á blöðkunni að miklum
mun; ef dýrið er ekki þegar dautt, banar þessi vökvi því.
Bráðin virðist þvi verka eins á hárkirtlana, eins og fæð-
an á munnvatnskirtla vora.
Þessar breytingar á blaðinu, sem vér höfum talið
upp, koma því betur i ljós sem bráðin er stærri; þá
verpast blaðrendurnar meira saman, svo að blaðkan lykur
nálega utan um dýrið og vökvinn eykst þeim mun meir
á blöðkunni. Eigi veldur það neinni breytingu á blöð-
unum, þótt dýr komi við blöðkurnaf sjálfar eða kirtil-
stönglana; það eru að eins kirtilhnúðarnir á hárbroddun-
um, sem næmir eru fyrir áhrifum bráðarinnar.
Hárin sitja nú að bráðinni nokkurn tíma; fer það
eftir stærð og næringargildi dýrsins. Ef dýrið er lítið,
rétta hárin úr sér eftir 1 eða 2 daga. Annars líður
lengri timi. Þegar blaðkan og hárin eru komin í samt
lag, sést ekkert eftir af bráðinni nema ómeltanleg efni
t. d. fætur, vængir og aðrir hornkendir limir.