Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 9
9
Einn eða tvo tlaga á eftir er blaðið eins og eftir
sig, hárin eru ekki eins viðkvæm og áður, og vökvi lít-
ill á blöðunum; veiðir þá blaðið ekki á meðan. Brátt
fer vökvi að drjúpa úr kirtlunum að nýju og blaðið nær
sér aftur, svo að það getur farið að veiða.
Sama blaðið veiðir að jafnaði ekki nema þrisvar
sinnum; að því búnu fara hárin að stirðna og kirtlarnir
að þorna upp. í hvert skifti getur blaðkan orðið að bana
nokkrum dýrum og hafa menn fundið leifar af 13 dýr-
um á einu sóldöggvarblaði, sem hætt var veiðurn.
Það eru einkum smáar mýflugur, sem verða sól-
dögginni að bráð; það ber samt oft við að stærri dýr
enda aldur sinn á blöðum hennar, svo sem járnsmiðir og
fifrildi. Er það furða, hve svo smá blöð geta ráðið við
stóra bráð. Þegar um svo stór dýr er að ræða, leggjast
oft tvö eða fleiri blöð á eitt til að halda þeim föstum
og ráða þeim bana.
Vér höfum nú lýst þeitn breytingum, sem verða á
sóldöggvarblöðkunum, þegar skordýr festast á hárunum;
nú er óskýrt frá þeirn áhrifum, sem önnur efni valda.
Regn veldur engum breytingum á sóldöggvarblöðun-
um; þótt vatnsdropar falli beint á blöðkurnar, bæra hárin
ekkert á sér, enda mjmdi það vera til mikils ógagns
jurtinni, ef hún væri svo viðkvæm. Þá mj ndu hárin fara
marga fýluför og eyða kröftum sfnum og vökva til
ónýtis.
Það ber oft við, að sandkorn og annað þess kyns
fýkur á blöðkurnar og festist á hárunum. Byrja þau þá
að hreyfast og gefa frá sér vökva, en alt fer það rnjög
hægt fram og eigi líður á löngu, áður en hárin rétta við
aftur og alt kemst í sarnt lag, eins og ekkert hefði í
skorist.
Menn hafa reynt að setja á blöðin sterkju, sykur,
vín og fleiri efni, sem snauð eru af köfnunarefni, en það