Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 10
1U
kemur ekki verulegri hre}7fingu á hárin og vökvinn eykst
að litlum mun.
Oðru máli er að gegna, ef sett eru á blökurnar ögn
af kjöti, osti, mjólk, kjötsoði, baunaseyði eða önnur efni,
sem geyma köfnunarefni. Þá fara hárin á stað og öll
þau ummerki koma í ljós, eins og þegar fluga festist á
blöðunum. Bendir það til þess að það sé einmitt köfn-
unarefnið, er veki starfsemi blaðsins. Eigi verka öll efni
jafnt þótt þau hafi að geyma köfnunarefni, sem hafa
miklu örvari áhrif en önnur. Kjöt og eggjahvíta valda
örurn hreyfingum, eykst vökvinn mjög við tilkomu þeirra,
enda þótt i litlum mæli sé, en mest áhrif hafa þó amm-
oniaksölt; þarf eigi nema ‘/20000000 hluta úr grammi nf
sumum þeirra, til að æsa hárin.
Starfsemi blaðvökvans lýsir sér á tvennan hátt.
Hann heldur dýrinu föstu og meltir það. Döggin, sem
situr á hárunum, áður en dýrin koma á blöðin, virðist
eingöngu vera til þess að halda þeim föstum. Þegar
hárin hafa fest sig við bráðina, fer að bera á sýrum í
vökvanum; geta menn orðið þessa fullvissir með því að
dýfa bláum lakmúspappír' í vökvann: litast hann þá
rauður.
Þegar sýran gjörir vart við sig, byrjar bráðin að
meltast. Efnasamsetning þessa vökva hefir verið rann-
sökuð, og hefir hann reynst mjög Hkur magavökva spen-
dýranna; hefir hann sömu áhrif á eggjahvituefni og maga-
vökvinn, leysir hann þau í sundur og gjörir þau fljót-
andi. Þegar kjöt er lagt í blöðkurnar, meltist það brátt,
og eftir nokkra daga er það alveg horfið, ef það hefir
ekki verið mjög mikið. Það er fleira en kjöt, sem vökvi
1) Lakmúspappír er pappír, sern litaður er blár eða
rauður í jurtalit, þeim er lakmus er nefndur. Það er
eiukemii s/rnanna, að þær lita slíkan bláan pappír rauðan.