Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 11
þessi hefir áhrif á. Fræ, þlöð og aðrir jurtahlutar leys-
ast og að nokkru leyti upp, jafnvel bein og brjósk verða
fyrir talsverðum áhrifum; af honum.
Nú er eftir að vita, hvað verður af næringarefnum
þeim, sem á þennan hátt lenda í blaðvökvanum. Það
liggur beinast við að ætla að blaðkan drekki hann í sig
og hann fari svo til næringar jurtinni. John Ellis gat
þess einnig til í lýsingu sinni á flugnagildrunni, að hún
myndi nærast á dýrnnum. í þá daga höfðu menn þá
skoðun, að jurtablöðin gætu eigi aflað jurtinni annarra
efna en kolsýru. Þótti mönnum því sem getgáta þessi
væri fjarstæða ein. Liðu svo stundir fram. Loks tókst
mönnum að sanna, að fleiri efni en kolsýra gætu flutzt
inn um yfirhúð blaðanna; menn fundu rök fyrir því, að
blöðin gætu drukkið í sig vatn, er svo gat komið jurt-
inni til nota. Þegar það var fundið, styrktist getgáta
Ellis í þvi, að úr þvi að næringarefnin voru orðin fljót-
andi, þá lá beint við að blöðin ættu eins hægt með að
drekka þau í sig og vatn. Loks tóks líka enskum
manni, er Clark hét, að sanna þetta. Hann vætti skor-
dýr í efni þvi, er lithium beitir, og lagði þau svo á sól-
daggarblöð. Lithium er mjög auðvelt að finna með lit-
blandsrannsóknum1 (spectralanalyse), enda þótt það sé.
mjög lítið. Þegar jurtin hafði melt dýrið, tók hann hana
og brendi, rannsakaði hann svo litböndin af loganum,
fann hann þá að í honurn var lithium. Með þessu móti
fann hann lithium bæði í blöðunum sjálfum, blaðleggjun-
1) Þegar ljós er látið falla gegnuni þrístrent jjler,
brotnar það og klofnar í alla regnbogans liti; eru þessir lit-
ir í einiugu nefndir litband (spetrum), litbaiidið er nokkuð
ólíkt eftir því frá hvaða efnum ljósið stafar; ntá þvi þekkja’
efnin á ljósböndum þeim. Þannig hafa menn getað ftmdið'
hvaða efni eru í sóluntii. •