Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 12
um og einnig í blöðum þeirn, sem enga næringu höfðu
fengið. Með þessu var fuil sönnun fengin fyrir þvi, að
efnin úr bráðinni gengu til næringar jurtinni.
Vér höfum nú lýst veiðum sóldöggvarinnar stuttlega;
aðrar sóidöggvartegundir vinna að veiðum sinum á líkan
hátt og munar þar ekki neinu verulegu. Látum vér þetta
því nægja, að því er sóldöggvarkynið snertir.
Oll önnur kyn sóldöggvarættarinnar eru útlend;
verður samt eigi fram hjá þeim gengið, svo að lesarinn
geti fengið glöggt yfirlitt yfir ránjurtirnar.
2. Hremmiblökukynið (Dionæa). Eigi telst nema ein
tegund til þessa kyns, það er hremmiblaka (Dionæa mus-
cipula). Hún vex að eins í Norður- og Suður-Karolinu i
Norður.Ameriku. Að útlitinu til líkist hún mikið ættsyst-
ur sinni, sóldögginni.
Blöðin sitja öll í stofnhvirfingu. Blaðstöngullinn er
vængjaður og eru vængirnir greindir frá sjálfri blökunni.
Blökurnar eru kringlumyndaðar, rendur þeirra eru settar all-
stórum broddum, á hverri blökuhelft eru frá 12—20 slik-
ir broddar; að aftan og framan eru dálitlar sýlingar upp
i blökuna og eru þær tannlausar. Efra borð blökunnar
er sett smáum kirtilbárum og ofan á hverjum blökuhelm-
ingi sitja þrír hvassir smábroddar. Að jafnaði eru blök-
urnar að eins hálfopnar. Blökuhelftirnar mynda rétt horn
sín á milli.
Nú fer svo að fluga eða annað smádýr lendir á
blökunni og snertir einhvern þeirra 6 brodda, sem sitja
ofan á henni. Lokast þá blakan í snatri, blökuhelftirnar
falla saman og tennurnar í röndunum ganga hver á milli
annara, likt og fingurnir á höndum vorum, þegar vér
spennum greipar. Blakan er ekki nema 10—30 sekúnd-
ur að lokast á þenna hátt; er engin ránjurt svo skjót i
hreyfingum sem þessi.
Ef dýrið er i stærra lagi, hvelfast- blökuhelmingarnir