Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 15
Enn eru tvö kyn ótalin af sóldöggvarættinni (Byblis
og Ruridula); þau eru bæði svipuð döggblöðungnum, og
ná bráð sinni á líkan hátt; þarf því ekki að lýsa þeim
frekar.
II. Gildrujurtaættin (sarraceniaceæ).
Tegundir þessarar ættar vaxa í votlendi; þæf eru
um io að tölu. Tvö kynin (sarracenia og Darlingtonia)
vaxa í Norður-Ameríku, en eitt (Heliamphora) í Guayana
í Suður-Ameríku.
Blöð þessara jurta sitja í stofnhvirfingum, blaðstöng-
ullinn er líkur »kramarahúsi«, hann er holur innan og
þaninn út; þeir eru veiðigildrur jurtanna. Blakan sjálf er
lítil og hvelfist oft yfir gildrumunnann. Gildrumunnarn-
ir eru tíðum skreyttir fögrum litum og settir kirtlum, er
gefa frá sér hunang. Á það mikinn þátt í að blekkja
skordýrin og ginna þau að blöðunum. Að innanverðu
er gildruopið þakið slimugri húð, flughálli; er hún oft
sett smáum hárum eða broddum, er allir vita ofan i gildr-
una. Innan á gildruveggjunum eru kirtlar; drýpur af þeim
safi, er safnast á gildrubotninn. Þessi gildruvökvi sumra
tegundanna blandast regnvatni, því að blakan er svo lítil,
að eigi ver hún gildruna fyrir regni, en á sumum tegund-
um lykur hún svo yfir gildrumunnann, að regndropar
komast þangað ekki inn.
Þegar flugur koma að njóta hunangsins við gildru-
opið, hætta þær sér oft heldur langt ofan í gildruna,
lenda þær þá á slímhúðinni, verður þeim hált á henni,
svo þær missa fótanna og hrapa ofan í gildruna og lenda
í vatninu. Fari nú svo, að þær geti skreiðst upp úr því
þá reyna þær að kiifra upp gildruveggina, en reka sig
á hárin eða broddana í opinu, svo þær komast ekki á
brott, verður sá endir á, að þær láta líf sitt í vökvanum.