Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 16
16
Flugurnar leysast í sundur i gildrunum og næra
jurtina; ætla menn að bakteríur eigi mikinn þátt í melt-
ingu þeirra.
Gildrujurtirnar bana mikilli skordýramergð á þennan
hátt, því að gildrurnar eru allstórar og rúma mikið.
Menn þekkja eina tegund, er hefir 20 þum!. háar gildrur;
er stundum 7 þuml. þykt lag af skordýra-leifum á botni
þeirrra. Sýnir það bezt, hve mikið þær myrða.
Þó að gildrurnar sé flestum skordýrum hættulegar, þá
eru þó stöku flugur svo vel úr garði gerðar, að þær fara
óhindraðar ofan í gildrurnar og upp úr þeim aftur, án
þess að verða nokkuð meint við. Maðkaflugutegund ein
(sarcophagus sarraceniæ) verpir niðri í gildrum sumra
gildrujurta og ala maðkarnir þar aldur sinn. Aður en
þeir skifta um híði, stinga þeir gat á gildruvegginn og
skríða brott.
Flugan sjálf hefir stórar' blökur á fótunum; á hún
þeim að þakka, hve fótvís hún er á gildruveggjunum.
Stöku dýr önnur fara líkt að.
III. Könnuberaættin (Nepenthaceæ).
Eigi hefir ætt þessi nema eitt kyn, kðnntiberakynið
(Nepenthes); um 36 könnuberategundir eru kunnar.
Heimkynni þeirra eru hitabeltishéruðin í Austur-Asíu og
eyjarnar þar í grendinni. Nokkrar tegundir vaxa og í
Astralíu og Madagaskar. Þær vaxa á votlendi, einkum
kringum tjarnir.
Meðan jurtirnar eru litlar, sitja blöðin í stofnhvirfi
ingum. Þegar þær þroskast meira og stönglarnir vaxa,
rofna hvirfingarnar og blöðin fjarlægjast hvert annað.
Blaðstönglarnir eru breiðir og blökulagaðir niður við
stönglana, en mjókka fram og verða að mjóum þráðum,
er jurtirnar vefja um stöngla og greinar annarra plantna,