Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 17
17
til að halda sér uppréttum. Þær eru þvi klifurjurtir.
Fremst eru blaðstönglarnir holir innan og þandir út sem
bikarar; blöðkurnar sjálfar eru litlar og eru sem lok yfir
gildruopunum. Gildruopin eru fagurlit með hunangskirtl-
um, sækja því skordýr mjög að þeim. Gildrurnar
eru allstórar stnndum, alt að álnar háar, og kvartil að
þvermáli.
Þessar jurtir veiða dýrin á líkan hátt sem gildrujurt-
irnar. Þau hætta sér of langt ofan í gildruna, lenda þar
svo á hálli húð og steypast ofan á botn þeirra. A gildru-
botninum er vökvi, sem drýpur úr kirtlum innan á veggj-
unum, fyllir hann stundum gildruna til hálfs; lenda dýrin
í honum og týna lifinu, og meltast að lokum.
IV. Veiðiskreppuættin (Cephalotaceæ).
Ekki telst nema ein tegund til ættar þessarar, heitir
hún veiðiskreppa (Cephalotus follicularis), hún vex á vot-
lendi í Nýja-Hollandi. Veiðiskreppan er skyld steinbrjót-
unum.
Blöðin sitja í stofnhvirfingum, efri blöðin í hvirfing-
unni eru vaxin sem aimenn laufblöð, og hafa sama hlut-
verk, en neðri blöðin eru veiðigildrur. Þessar veiðigildr-
ur eru krukkulagaðar, með loki yfir, svo að geti eigi rignt
í þær. Gildruopin eru sett hunangskirtlum og sækja flug-
ur að þeim, en falla þá oft í gildruna og drukna í
vökva, er safnast á botn þeirra, og meltast i honum.
V. Blöðrujurtaættin (Utriculariaceæ).
Tegundir þessarar ættar eru allar ránjurtir; þær vaxa
í vatni og á raklendi. Blómin eru heilkrýnd og krónan
óregluleg, varakróna.
2