Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 18
Menn þekkja um 200 tegundir, er teljast til blöðru-
jurtarættaripnar.
1. Lyfjagrasakynið (Pingvicola). Til þessa kyns telj-
ast um 40 tegundir; þær eru dreifðar: um alt tempraða
beltið nyrðra, og í Ameríku vaxa þær suður um öil
Andesfjöll, suður undir Eldland. Hér á landi vex að
eins ein tegund af þessu kyni, ber hún nafnið lyfjagras
(Pingvicula vulgaris), (sjá myndina í Flóru Islands á-
bls. 173).
Lyfjagrasið vex víða um lönd; það er fundið í öllum
löndum Evrópu suður undir Balkanfjöll, Suður-Alpa og
Pyreneafjöll. Það vex og í Norður-Ameríku, á Grænlandi
og austur urn alla Síbiríu. Hér á landi vex það í öllum
landshlutum. Það er raklendisjurt.
Lyfjagrasið er iítið vexti, það verður að jafnaði eigi
nema 3—4 þurnl, á hæð. Blöðin eru öll í stofnhvirfing-
um; upp úr hvirfingunni ganga mjóir blaðlausir stönglar;
eru þeir sjaldan fleiri en 3 að tölu. Blómin eru einstök
á stöngulendunum; þau eru blá að lit og lútandi. Neð-
an á krónunni er spori. Stönglarnir eru allir bláleitir.
Blöðin eru gulgræn að lit; þau sitja fast niður við
jarðveginn. Þau eru allbreið, aflöng og frammjó og rend-
urnar orpnar upp.
Efra borð blökunnar er alt slímugt. Slim þetta er
litarlaust; það drýpur úr kirtlum, er sitja á blaðinu.
Kirtlarnir eru svo smáir að vtirborð blökunnar virð-
ist í fljótu bragði vera slétt. Sumir þeirra sitja á ofur-
litlum stönglum og likjast smáhárum, en nokkrir eru
stöngullausir og sitja fast niður við yfirborðið. Kirtlun-
um er þétt skipað á blökunni; hefir mönnum talist svo
til að 120000 mundu vera á hverjum ferhyrnings þuml.
Regn veldur engum breytingum á blökunum. eigi
koma heldur neinar breytingar í ljós þó kirtlarnir verði
fyrir snöggum áhrifum af fösturn efnum, sem eigi stað-