Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 19
næmast A þeim. En ef sandkorn festast á kirthinumT
eykst slímið á blöðunum, en eigi kveður þó mjög
að því.
Mýflugur festast oft í slíminu og láta þar líf sitt.
Þegar mýfluga er orðin föst, eykst slímið og sýrur gera
vart við sig, blaðrendurnar verpast einnig lítið eitt uppT
ber einkum á því ef dýrið festist á blaðjaðrinum; þar eru
kirtlarnir gisnari en annarsstaðar og meltivökvi minni;
þegar rendurnar vefjast saman, lykja þær nálega um dýr-
ið; nær þá rneiri vökvi til að verka á það; stundum fer
og svo að bráðin mjakast áleiðis inn að blaðmiðjunni,
þegar rendumar verpast. Yfirleitt ber lítið á þessari
hreyfingu blökunnar; verða menn því að gefa blöðunum
nákvæmar gætur til þess að verða hennar varir.
Dýrin meltast í blaðvökvanum, og blöðin drekka í
sig rigninguna, fer það fram á líkan hátt og meltingin í
maga spendýranna. Jurtin getur og melt aðra fæðu en
flugur; ef ket, ostur og önnur nærandi efni eru lögð á
blöðin, leysast þau upp og hverfa.
Löngu áður en vísindin komu til sögunnai, haia
Lappar notað blöð lyfjagrassins til að hleypa mjólk. Þeir
blönduðu blöðum saman við mjólkina, veldur það því að
mjólkin hleypur á líkan hátt og hún sé blönduð kæsi
úr mögum kálfa. Það eru sýrurnar í blaðvökvanum, sem
koma á stað þessum breytingum á mjólkinni. Þessi að-
ferð hefir að líkindum verið tíðkuð hér í gamla dagaT
munu þaðan vera komin nöfnin kæsisgras og hleypigras,
sem jurt þessi er sumstaðar köliuð.
Hjarðmenn í Mundiufjöllum notuðu einnig blöð þess-
arar jurtar fyrir mörgum öldum til að lækna sprungur og
sár á kýrspenum; reyndust þau vel til þess. A síðustu
tímum hafa menn komist að því, að blaðvökvinn er ban-
vænn ýmsum bakteríum, getur hann þvi orðið til að