Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 20
20
verja sár fyrir þeim; kemur það heim. við rejmslu bjarðr
manuauna. ;• .. . .:■< , V>
Það, sem nú er sagt um lyfjagrasið, gildir og að
mestu um aðrar lyfjagrasategundir.
2. Blöðrujurtakynið (Utricularia). . ■;
Flestar blöðrujurlir eru rótlausar vatnajurtir; að eins
örfáar vaxa á landi. Þær draga nafn af þvi, að þær eru
settar smáum blöðrum; sitja þær ýmist á blaðflipunum
eða á sérstökum greinum. A vorin eru blöðrurnar fullar
af lofti. Marar þá jurtin í yfirborði vatnsins. Þegar fer
að bansta, fer aðaljurtin að visna, en endaknapparnir taka
að búa sig undir veturinn Minkar þá smám saman loftið
í blöðrunum og þær fyllast af vatni. Fer svo að lokum
að þær geta ekki haldið jurtinni á floti; sökkur hún þá
til botns og geymist þar yfir veturinn. Þegar fer að vora,
skjóta knapparnir greinum og nýjar blöðrur koma í ljós,
en gömlu stönglarnir eru visnaðir burtu. I fyrstu eru
blöðrurnar fyltar vatni, e 1 áður en jurtin fer að blómg-
ast kemur loft í þær. Kemur jurtin þá aftur upp og
byrjar sumarvöxt sinn. Þessar botnfarir blöðrujurtanna
eru þeim mjög gagnlegar. Ef þær væru allan ársins
tíma í yfirborði vatnsins, myndi þeim vera miklu hættara
við skemdum og bana af hálfu vetrarfrostsins en niðri
á vatnsbotninum. Þar gætir frostsins lítið, og hefir jurt-
in þar því gott hæli.
Lengi vel var það ætlan manna, að blöðrurnar.væru
jurtum þessum til einskis annars gagns en þess, að fleyta
þeim á sumrin, svo að þær gæti notið sólarhitans. En
löngu seinna kom það í ljós, að blöðrur þessar hafa ann-
an starfa á hendi. Þær eru veiðigildrur, er jurtin notar
til að veiða ýms vatnsdýr sér til næringar.
Menn þekkja um 150 blöðrujurtir; þær vaxa helzt í
lygnum tjörnum og pollum, þar sem mikið er af vatna-
kröbbum og öðrum smádýrum. I hitabeltinu vaxa og