Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 21
21
nokkrar blöðrujurtir á landi, innan útn skófir og aðrar
jurtir í almennri gróðrarmold, þar sem nóg væta er í
jörðu.
. Ein blöðrujurtartegund hefir fundist hér á landi; heit-
ir hún blödrujurt (Utricularia minor). Jurt þessi er fágæt
hérþ hefir hún eigi fundist nema á þrem stöðum; við
Minni-Laxá í Arnéssýslu, á Möðruvöllum i Hörgárdal og
á Klukkufelli i Barðastrandarsýslu; á báðum siðari stöðun-
um vex hún í mógröfum.
Blöðrujurtin er mjög smágjör jurt. A sumrin ligg-
úr hún í stórum flækjum í yfirborði vatnsins; likjast
þessar^ flækjur mjög slýi því, sem alment er í stöðutjörn-
um. Eigi sést lögun jurtarinnar vel, nema greitt sé úr
flækjunni. .
Stönglarnir eru hármjóir og veigalitlir, fljóta þeir
nærri láréttir i vatninu. Þeir eru greinóttir og sitja
greinarnar i tveim röðum. Blótnin eru gui að lit, lút-
andi> með spora; eru þau á mjóum blaðlausum stönglum,
er standa upp úr vatninu. Hér á landi blómgast blöðin,
jurtin víst sjaldan. Blöðin eru margskift og eru fliparnir
hármjóir. Blöðrurnar sitja bæði á sumum bláðflipunum
og á sérstökum sinágreinum. Þær eru mjög smáar og
að íögun sCm hálfmáni, eru þær fltstar á öðru horninu,
en við hitt hornið dálítið op á þeirri hliðinni, sem bein
er. Umhverfis op þettn að utanverðu situr hringur af
hárum-1 Að innanverðu ertt og hár umhverfis það; eru
þau örsmá og vita öll inn i blcðrtina. Liggja broddar
þeirra nálega saman fyrír blöðrumunnanum.
Þegar dýr ginnast inn í blöðruna, verða þau fyrst
að komast inn á milli ytri háranna. Komast þar ekki
nema smá dýr, sem hæfileg eru til bráðar jurtinni. Fer
dýrið þá inn iitn blöðruopið, ýtir hárurn þeim er inn
vita litið eitt til hliða, svo að það; kemst inn á rnilli
þeirra; þegar það er komið inn, leggjast þau saman aft-