Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 23
2^
haldi við veiðarnnr, en sum eru veiðigildrur, og eru þau
í lögun sem flðskur. Háisinn er mjór og lítið eitt snú-
inn. Að innanverðu er hann settur smá-broddum, er
allir vita inn á við. Þegar hálsinn þrýtur, tekur við rúm-
góð blaðra, sem þakinn er kirtlum að innan. Smávöxn-
um ormum veitir létt að komast inn um hálsinn ofan í
blöðruna, en eigi. er þeim greiður útgangur vegna brodd-
anna; hljóta þeir því að bíða þar dauða síns, og verða
jurtinni að bráð.
4. Bólujurtarkynið (Palypomphalin), líkist mjög
flöskublöðkukyninu að útliti. Tegundir þess hafa skríð-
andi jarðstöngla, sem settir eru smáum blöðum; lenda
smádýr í blöðunum og nærast svo jurtirnar á þeirn.
Jurtirnar vaxa í hitabeltinu.
Nú höfum vér talið hinar merkustu ránjuTtaættir, og
stuttlega lýst helztu kynjum þeirra, en þó eru margar
jurtir enn ótaldar, sem menn telja ránjurtir.
Lokasjóðsbróðir (Bartzia alpina) heitir jurt ein, sem
telst til grímublómaættarinnar (scrophulariaceæ). Hún er
almenn hér um alt land; vex hún helzt til fjalla. Hún
er um 6 þuml. á hæð. Blómin eru dökkblá. Blöðin og
stöngullinn eru hærð og dökkbláleit, einkum næst blóm-
unum. Eins og lokasjóðurinn og augnfróin (Euphrasia)
er þessi jurt sníkjujurt. llætur hennar eru settar smá-
vörtum, sem hún festir við rætur annarra jurta og dreg-
ur svo frá þeim næringu.
Þegar líður að haustinu, spretta smáir brumknappar
á jarðstönglinum; geymast þeir yfir veturinn. Rendur
brunnhlífarblaðanna eru lítið eitt opnar upp, veldur það
því, að blöðin falla ekki þétt saman í brunnhlífinni, svo
dálitið bil verður milli þeirra. Sltja þar kirtlar á blöð-
unum. Menn hafa fundið leiíar af ýmsum dýrum í
blaðfellingum þessum; hafa það einkum verið smá frum-
dýr, sem tið eru í vatni í jarðveginum. Af þessu hafa