Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 24
24
menn dregið það, að lokasjóðsbróðirinn myndi vera
ránjurt. Hljóta þá veiðar hans að fara fram á haustin
áður en frost byrja, eða á veturna undir snjónum, því á
vorin opnast hnapparnir og verða að loftstönglum, er
bera blóm og blöð.
Ein af jurtum helluhnoðraættarinnar (Crassulaceæ) heit-
ir tneyjarauga (Sedum villosum); hún vex í rökum leir-
flögum um land alt. Það er lítil rauðleit jurt, með ljós-
rauðu blómi. Blöðin eru þykk og safamikil. Blöðin og
stöngullinn eru kirtilhærð. Hárkirtlarnir eru limugir;
festast því oft örsmá dýr við þau. Leysast þau svo í
sundur og jurtin sýgur úr þeim næringu.
Veiðarfæri þessara tveggja jurta eru mjög ófullkom-
in, og litið kveður að þessum veiðum þeirra; er hægt að
nefna margar jurtir slíkar. Það eru sem sé fjölmargar
jurtir, sem búnar eru límugum kirtilhárum. Skordýr og
önnur smádýr festast oft á hárum þessum og láta þar
líf sitt. Hafa menn komist að fullri vissu um það að
margar þeirra geta aflað sér næringar úr hræjum þessum,
þó að oft sé það í smáum stíl. Samt sem áður eru menn
í vafa um rnargar þeirra, hvort beri að telja þær rán-
jurtir, þvi verið getur að ætlunarverk þessara hára sé alt
annað en það að veiða, þótt þau af hendingu geti orðið
dýrum að bana.
Sama er að segja um einkenmlega blaðhluta ýmissa
jurta. Menn eru í vafa um það, hvort beri að telja þau
veiðarfæri eða ekki. Þannig er því farið um blaðslíður
hvannanna. Þau eru rök að innan og safnast oft í þau
vatn. I slíður þessi berast lifrænar leiíar og safnaSt þar
saman Það ber og oft við, að lifandi stnádýr lenda í
þeim og láta þar líf sitt. Ætla menn að jurtin drekki
næringu úr þessum Hfrænu leifum.
Þessar og, aðrar fleiri vafajurtir geta meiin sköðað
sem tengiliði milli ránjurta og annarra jurta; verður eftir