Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 25
25
þeim rakinn uppruni hinna margbreyttu veiðarfæra rán-
jurtanna til einfaldra liffæra annarra jurta, sem hafa alt
annað starf á hendi.
Enn þá eru tengiliðir þessir ekki fyllilega rannsak-
aðir; vita menn því eigi hvar setja beri mörkin.
Þegar mönnum hafði tekist að sanna að ránjurtirnar
drægju til sín næringu úr dýrum þeitn, er þær veiddu,
þá var eftir að svara þeirri spurningn, hvort næring þessi
væri þeim uauðsynleg, eða hvort þær gætu ekki þróast
jafnt án hennar.
Margaf ránjurtir hafa ófullkomnar rætur og sumar
eru alveg rótlarlausar; flestar þeirra vaxa og i ófrjóum
jarðvegi og vatni, voru þvi nokkrar líkur til þess að
þær ættu örðugt að afla sér fullrar næringar, á sama hátt
og aðrar jurtir. Það lá þvínærri að ætla, að fæðan. sem
ránjurtir fengju úr bráðinni, væri þeim ekki óþarfi. Það
varð mönnum fljótt kunnugt, að jurtir þessar gátu lifað
og vaxið, þó að þær fengju ekki lífræna fæðu; var það sönn-
un þess, að líún væri þeim ekki beinlínis lífsskilyrði.
Þá var eftir að vita, að hve rniklu leyti þessi næring
væri þeim til gagns, eða hvort hún væri þeim óþörf.
Rannsóknir þessar gengu lengi mjög stirðlega, og
var lítið á þeirn að byggj.i. Sumtr ræktuðu jurtir, og
gættu þess að þær fengju ekki lífræna næring, virtust
þær .samt dafna vel. Af því vildu sumir svo draga það,
að lífræn fæða væri þeim ónauðsynleg. Nokkrir reyndu
og að ala ránjurtir á keti, osti og öðrum nærandi efnum;
varð það stundum til þess að blöðin visnuðu og dóu.
Sýndi það að eitthvað var skakt að farið, þvi eigi sáust
rnerki slíks, þar sem þær uxu viltar, án hirðingar manna.
Stöku tilraunir bendu þó í þá átt, nð jurtirnar þroskuðust
bctur, ef bær væru aldar. Þegar árið x 818 reyndi ensk-
ur maður, er Knight hét, að ala hremmiblöðkuna, þóttist