Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 26
26
hann sjá þess merki að lnín yrði þroskameiri, ef hún
væri alin en ella.
Arið 1877 gerði Francis Darwin, sonur Charles Dar-
wins, fyrst nákvæmar tilraunir í þessu efni, að því er sól-
döggina snerti. Hann hafði fjölda jurta til þessara til-
rauna. Sumar fóðraði hann á steiktu keti, en gætti þess
að aðrar fengju ekki neina iífræna fæðu
Brátt kom það í Ijós að fóðruðu jurtirnar þroskuðust
betur; eftir eina tvo mánuði höfðu þær borið meir en
helmingi fleiri blóm en hinar. Þær báru og fleiri fræ.
Að síðustu voru og jurtirnar skornar upp og vegnar;
reyndust þá fóðruðu sóldöggvarnar tiltölulega miklu
þyngri.
Með þessu var fengin full sönnun þess, að lífræna
næringin væri sóldögginni til mikils gagns.
A likan hátt hafa menn og haldið áfram rannsókn-
um á öðrum ránjurtum, og hafa komist að þvi, um flest-
ar þeitra, að þær verða þroskameiri, ef þær eru fóðraðar,
heldur en ella. Nokkur vafi leikur þó enn þá á um
sumar. Þannig hefir kögurblakan full tvö ár verið rækt-
uð í vatni, þar sem hún ekki naut neinnar dýrafæðu og
þroskaðist hún ágætlega. Könnuberar og gildrujurtir
hafa og víða verið ræktuð i gróðrarhúsum, og hafa þau
dafnað vel, ef þess hefir að eins verið gætt, að láta nóg
vatn vera í gildrunum; eru þau ef til vill eins mikið til
þess að halda vökvun jurtanna i góðu lagi, eins og ti!
þess að veiða dýr.
Vitum vér eigi til að menn séu kornnir að öruggri
niðurstöðu að þvi er síðast taldar jurtir snertir.
Y f i r I i t.
Eins og sjá má af lýsingunni hér á undan, þá eru
ránfæri jurtanna margvíslega vaxin, og misjafnt er um