Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 27
27
það, hver hluti blaðanna það er, sem tekur mestan þátt í
veiðunum. Ýmist eru það kirtilhár blaðanna, blökurnar
«ða blaðstönglarnir. Sumar þeirra geta bært einstaka
blaðhluta, þegar þær verða fyrir áhrifum af bráðinni, en
aðrar geta ekki neitt slíkt.
Nokkrar hafa einkennileg og margbrotin veiðarfæri,
en sumra veiðarfæri eru mjög óbrotin. Gerist eigi þörf
að taka það upp aftur, því drepið hefir verið á það hér
að framan. Vér viljum að eins benda á flokkun þá. sem
byggja má á þessum sérstöku einkennum ránfæranna, og
sýna um leið samræmi það, er á sér stað milli hinna
ýrnsu tegunda ránjurtanna. Menn eru vanir að skifta
ránjurtunum í þessa þrjá aðalflokka:
I. Sóldöggvarflokkurinn.
Dýrin límast við kirtla eða kirtilhár blaðanna. Þessi
kirtilhár eru því aðalveiðarfæri jurtanna. Flokk þessum
má skifta í 3 undirflokka:
1. Hárin geta hreyft sig, og beygt sig utan að biáð-
inni. Blakan sjálf getnr og að nokkru leyti vafið
sig utan um bráðina. (Sóldöggvirnar).
2. Hárin hrevfast ekki, en blökurnar geta orpist lítið
eitt upp, þegar þær eru ertar. (Lyfjagrösiu).
3. Ekki ber á neinni hreyfingu hjá jurtinni, meðan hún
er að veiða. (Döggblöðungurinn o. fl.).
II. Hremmiblökuflokkurinn.
Þegar bráðin snertir blökur jurtanna, leggjast blöku-
helftirtiar þétt samao og hrennna dýrið. (Hremmiblaka,
kögurblökur).
III. Gildrujurtaflokkurinn.
Þessar jurtir hafa verulegar gildrur. Þessar giidrur
■eru blaðhlutar, sem eru hclir iunan í laginu sem bikarar