Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 30
3o
mögulegt, að menn hefðu sagt, að einhver fiskur hefði
fætur keimlíka kindarfótum, og að rófan á honum væri
stutt. Skjaldbökufætur eru líka alveg ólíkir sauðarfótum,
og hreisturplöturnar skara ekki hver aðra á skjaldbökun-
urn, en annars hefði skjaldbaka vel getað borist hingað
til lands með golfstraumnum. Ef menn halda sér við
lýsinguna, kemur mér ekkert dýr til hugar, sem geti
komið til greina, nema eitthvert beltisdýr, sem hefir
stutta rófu, eins og t. d. Polypeutes, og hefði það þá átt
að flytjast hingað með goltstraumnum frá Vesturheimi
en vera má, að lýsingin sé röng, og þá er ekki á vís-
an að róa.
Björn Gunnlaugsson getur þess til,1 að Breiðafjarð-
arskrimslið muni hafa verið hafotur (Enhydra lutris), sem
hafi flækst hingað frá Vesturheimi; en það nær engri
átt, enda ber litnum á dýrinu ekki saman við litinn á haf-
otrinum. Hann á hvergi annarstaðar heima en norðantil
í Kyrrahafi, og hefir aldrei flækst hingað til álfu, svo
menn viti; getur það lika tæplega. Skrimslið hefir að
öllunj likindutn verið tóa, því ekki er að marka, þótt
dýrið sé gert nokkuð stærra í lýsingunni. Hún hefir
falið sig í einhverju skúmaskoti, en jafnframt hafa fuglar
lagt frá fjörunni, og hafa piltarnir haldið, að það væri
skrimslið. Eg veit ekki von þess dýrs hér á Norður-
löndum, sem getur stokkið fullar tíu álnir sér að skað-
lausu.
Helluskrimslið hefir ekki verið annað en brynjuð
kind, og er því ekki að furða, þótt það væri hrætt við
hundgá. Sama máli mun vera að gegna um ýms önnur
skrimsl, því þegar hræðsla og hjátrú eru öðru megin, þá
getur manni vaxið það í augum, sem annars þykir ekkert
óvenjulegt né kynlegt. Auk þess er til saga, sem sann-
1) LandstíSindi 1850, bls. 35.