Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 33
33
rneð ám, og hlýtúr það að vera einhverju öðruaðkenna,
að lömb undan ám þeim, er ganga í fjöru á Vestfjörð-
um um fengitíð, verða oft máttlaus að aftan og enda
vansköpuð á afturfótunum, en aftur ótrúlega sterk í fram-
fótunum. Þistilfjarðarskrimslið hefir heldur ekki verið
annað en stór selur, f>vi þeir ganga upp á land og ráð-
ast stundum á menn, eins og áður er sagt. I.ýsingin á
skrimslin á og heirna við sel að mestu leiti. Skrimslið
var lágfætt, eins og selur, og sást ógjörla undir kviðinn,
en svo er líka göngulag sela, þegar þeir ganga á fjórum
fótum. Skrimslið virðist vera hárlaust, en selurinn er
svo stutthærður, að hann sýnist vera hárlaus í vatni,
Enn er selurinn mjög angnstór, en varla eru augun í
honum stærri en í nokkurri kú, og er þetta það eina,
sem virðist vera orðurn aukið í sögunni.
Hafnarskrimslið hefir aftur verið tífættur kolkrabbi,
og ber lýsingin það greinilega með sér, þótt hún sé ekki
góð, og ekki er myndin betri, því nún er ekki lík neinni
lifandi skepnu. Ranarnir í lýsingunni eru löngu angarn-
ir og tveir styttri angarnir sinn hvoru megin, og hefir
Sigurður haldíð, að dýrið væri að opna kjaftinn, þegar
það færði styttri angann frá þeim lengri. Hinir styttri
angarnir hafa verið undir dýrinu, og eru þessi iðandi
augu, sem Sigurður talar um, sogskálarnar, því þær eru á
stuttum leggjum hjá tífætlingum. Kápan í lýsingunni er
smokkurinn, en klumban aftast uggarnir. Kolkrabbar eru
venjulega ekki svartir að lit, en þeir geta tekið ýmsum
litbreytingum eftir því, hvernig á þeim liggur, og orðið
líka dökkleitir. Dýrið hefir virzt vera flatt fyrir að fram-
an, þar sem það hefir haldið flestum öngunum undir sér,
en hjartamyndin er líklega munnurinn á kolkrabbanum.
Að minsta kosti á hann að vera þar,, sem Sigurður sá
þessa hjartamynd. Holurnar í kringum hjartamyndina