Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 34
34
geta verið neðstu sogskálarnar á öngunum, því munnur*
inn á kolkröbbum liggur framan á miðju dýrinu á milli
angarótanna. Ekki er mér ljóst, hvernig staðið hefir á
brestinum, þegar skotið var á kolkrabbann, því kolkrabbar
eru gljúpir og beinlausir, en þó er hornplata eftir hryggn-
um á flestum kolkröbbum ofan til i smokkhveljunni, og
má vera, að skotið hafi komið í hana, og bulið við.
Það er áreiðanlegt, að Hafnarskrimslið hefir verið
geysimikill kolkrabbi eða smokkfiskur, og líklega Vest-
manneyjaskrimslið líka. Hornin í lýsingunni geta verið
löngu angarnir, og ef dýrið hefir verið kolkrabbi, þá er
ekki að furða, þótt það kipti sér ekki upp við skot eða
spjótalög, því kolkrabbar eru ekki hörundsárir1 2). Annars
er lýsingin svo ógreinileg, að hæpið er að byggja nokkuð
á henni.
Enn skal eg færa hér til tvær skrimslasögur, og eru
báðar merkilegar, hvor i sinni röð. Onnur er alveg
glæný, svo ný, að hún er varla fullmynduð enn þá, því
hún gerðist á Hillum á Arskógsströnd um áramótin
1899—1900. Unglingspiltur einn átti leið um bæjar-
göngin í myrkri, og var allur rifinn og táinn, þegar hann
kom inn. Bæði var hann rifinn í andliti, og svo var
treyja hans talsvert rifin. Hann sagði, að eitthvað hefði
ráðist á sig í göngunum, og leikið sig svona grátt, og
var talið liklegast, að það hefði verið skrimsl, en senni-
legra er, að það hafi verið ókunnugur hundur, því að
þeir eru oft í illu skapi, og gjarnir til að ráðast á menn*).
Hin sagan er mjög einkennileg, og sýnir meðal ann-
ars, hve lítið þarf til að mynda skrimslasögur. Sumarið
1893 var Stefán kennari Stefánsson á Möðruvöllum
1) Gröndal, bls. 120, 130.
2) Eftir almennri sögn í MöSruvallasókn rétt eftir a5
sagan gerðist.