Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 35
33
staddur í Kollafirði vestra, en varð sjúkur, og lá i Felli.
Þá bárust þau tíðindi þangað, að ferlíki eitt væri rekið út
með firðinum, sem enginn þekti, og var alment haldið,
að það væri skrimsli. Því var lýst á þá leið, að höfuðið
mundi vanta, en handleggir sæjust greinilega, og væru
þeir kreptir inn að búknum. Eins átti neðri hluta fót-
limanna að vanta, en þó sást efsti hlutinn af lærunum.
Stefáni þótti þetta kynlegt, og hafði hann áhuga mikinn
á því að rannsaka málið, þvi það er ekki oft, að nátt-
úrufræðingar fá tækifæri til að rannsaka dauð skrimsli.
Þegar hann var orðinn ferðafær, fór hann þangað, sem
skrimslið var, og síra Arnór Arnason að Felli með hon-
um. Þeir sáu þar bákn mikið, og þótti þeim það all-
einkennilegt í fyrstu; en þegar þeir fóru að athuga þetta
betur, sáu þeir, hvers kyns var. Þetta var barkinn af hval,
og var það efsti hlutinn af barkapípunum, sem menn
höfðu haldið að væri efsti hlutinn af lærunum, en hand-
leggirnir voru tungubeinsbogamir, og lágu endar þeirra
undir barkanum sjálfum. Bákn þetta hefir eflaust rekið
frá hvalveiðastöðum Norðmanna á Vesturlandi; en hefði
Stefán kennari ekki verið við, þá hefðu menn eflaust
lifað og dáið í þeirri trú, að hvalbarkinn hefði verið
voðaskrimsli*).
Þá er að geta um sjóarskrimsli þau, sem enginn eða
þá mjög lítill fótur virðist vera fyrir, og skal eg líka tína
til nokkrar sögur um þau, þar sem svo fátt er til prent-
að af því tægi. Resen getur um skrimsli í íslandslýsingu
sinni, sem eiga að hafa sést 1347, 1397 og 1569, og
læt eg mér nægja að vísa til Landfræðissögu Þorvalds
1) Eftir sögn Stefáns sjálfs 1899 og uppdrætti, sem
hann hafði gert af hvalbarkanum, þar sem hann lá í fjör-
unni.
3*