Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 37
57
og rokkhjól eða skerborð, og hafi menn fundið slor eftir
það, þar sem það hafði legið í grasinu1).
Hríseyjarskrimslið. Um 1840 var Gísli nokkur
Brandsson, bróðir Jóns bónda Brandssonar á Yztabæ í
Hrísey, á gangi niður við sjó í eynni að hyggja að nóta-
lögum. Hann sá skrimsli eitt mikið ösla upp úr sjón-
um upp í fjöru, og var það á stærð við hest, en miklu
gildara, einkum fæturnir. Gisli sá, að skrimslið stefndi
að honum, og hélt undan, en skrimslið sótti á eftir, og
dró heldur saman, því Gísli varð að vaða tvo forvaða
undir hendur. Snörl eða hringl heyrðist til skrimslisins.
Gísli hljóp nú eins og fætur toguðu, og var skrimslið
komið á túnið, þegar hann gat lokað bænum. Gísli lá
um hríð eftir tilburð þennan, því bæði hafði hann orðið
mjög óttasleginn, og svo hafði hann tekið hlaupin mjög
nærri sér2).
Skrimsli undir Tindastóli. Mjög oft hefir orðið vart
við skrimsli á Fjöruvegi undir Tindastóli vestanvert við
Skagafjörð, og eru sagnir þær til þess, er nú skal greina.
Hrólfur hét maður einn í Skagafirði af ætt Hrólfs hins
sterka Bjarnasonar. Hann var talinn afarmenni að burð-
um, eins og hann átti ætt til. Þegar Hrólfur var orðinn
gamall, fór hann eitt sinn Fjöruveg, því honum þótti
það skemmra en að ganga upp á fjall og á bak við það.
Þegar Hrólfur var kominn nokkuð áleiðis, kom dýr eitt
upp úr sjónum, og réðst á hann. Það var líkt bjór3), en
miklu stærra, því það var á stærð við veturgamalt trippi,
og hafði stórar vígtennur. Hrólfur náði sinni hendi í
hvorn vanga dýrsins, og hélt því frá sér, en það sótti
eftir að bíta hann. Svo var dýrið mjúkt, að Hrólfur gat
1) Þjóðsögur I, bls. 138.
2) Gísli Koiiráðssou í hudrs. Á. M. 276, 8vo.
3) Sem nú er oftast nefudur bifur (castor).