Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 38
3«
ekki felt það, en hann gat sezt niður. Hann mátti hvor-
ugri hendinni sleppa, því þá var við búið, að skrimslið
biti hann, og því síður gat hann náð í hníf til að drepa
það með. Þetta stapp gekk alla nóttina. Um morgun-
inn sleit skrimslið sig aí Hrólfi og hljóp í sjóinn, en
hann komst til bæja og varð mjög lengi eftir sig. Sig-
urður Diðriksson, bróðir Þórðar Mormónabiskups, varð
einu sinni var við skrimsli á Fjöruvegi og hljóp undan
því til bæja. Það var líkast bjór, eins og skrimsli það,
sem Hrólfur átti við').
Sjóhundar. Friðrik bóndi Jónsson á Bakka á Bökk-
um í Fljótum sá sjóhund vorið 1869, eða Irisarvorið, sem
svo var nefnt, því þá fórst skip á Siglunesi, sem íris
hét. Það var ísavor mjög mikið. Friðrik var þá á gangi
niður hjá Sigurðarhól utn hábjartan dag, en hann er
skamt fyrir ofan sjóinn fyrir neðan Bakka. Sjóhundur
þessi var jarpur að lit og á stærð við nýkastað folald,
slapeyrður, með ákaflega stór eyru Heldur var hann í
loðnara lagi, eftir þvi, sem landhundar gerast. Rófu hafði
hann langa, og lét hana slapa. Kleppur var á enda róf-
unnar, *0g virtist Friðriki hundurinn hringa upp kleppinn.
Nasirnar voru flentar mjög út og trýnið rnjög fyrirferð-
armikið að framan. Friðrik sá og annan sjóhund hér um
bil 1860. Hann lá inni i fjárhúsi, en hljóp til sjóar,
jafnskjótt og vart varð við hann. Sjóhundur þessi var
leirljós á lit og afarstór. Hann var blautur og loðinn, og
kaldur viðkomu og mjög frár á fæti8).
Eyrarbakkaskrimslið. Skrimsli þetta hefir eflaust ver-
ið nokkurs konar sjóhundur, þvi lýsingin er mjög keim-
1) Eftir handriti Sigfúsar Sigfússonar á Höfða á Völl-
um 1891, en hann hafði eítir sögn Sigurðar Diðrikssonar.
2) Eftir handriti Jóns Jóhannessonar á Hraunnm í
Fljótum 1898, en Friðrik sagði honum sjálfur.