Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 42
42
illan leik; hafa menn þá venjulega verið bláir og blóðug-
ir og hold marið frá beini, en föt rifin og tætt. Stund-
um hafa menn tekið svo nærri sér að eiga við skrimslin
eða að hlaupa undan þeim, að menn hafa lagst í rúmið
lengur eða skemur, en náð sér þó aftur að lokum. Þess
er getið í mörgum skrimslasögunum, að heyrst hafi
glamra eða hringla í skrimslunum, og eru öll slík skrimsli
nefnd skeljaskrimsli einu nafni. Það þýðir ekkert, að
skjóta á þan •blýhöglum, því þá brennur fyrir í byssunni,
og skotið hleypur ekki úr henni. Betur hefir gefist að
skjóta á þau silfurhönppum eða lambaspörðum, og þó get-
ur þetta líka brugðist. Aftur þykir einhlítt, að skjóta á
þau grávíðishumli (Salix lanata L.).1 Oft hefir verið
skotið á skrimsli, eða broddstafir reknir í þau, og hafa
þau þá venjulega leitað undan, en engar sögur fara af
því, að menn hafi náð skrimslum, hvorki lifandi né dauð-
um, enda hefir mönnum þeim, sem hafa séð skrimsli,
oftast staðið svo mikill stuggur af þeim, að þeir hafa
ekki þorað að koma nærri þeim, en særð skrimsli hafa
ávalt hröklast til heimkynna sinna, í sjóinn, þegar svo
varkomið fyrir þeim. Oft hefir sjór séstrenna úr skrimsl-
um, og er það eðlilegt, þar sem þau eiga heima í sjón-
um; en hitt er óeðiilegra, að heljarstór skrimsli, sem taka
upp í rjáfur í sjóbúðum, skuli geta komist inn um dyrn-
ar, því sjóbúðadyr eru sjaldnast göfuglegar. I nýrri sögu
úr Fljótum í Skagafirði er þess og getið, að geysistórt
skrimsli hafi vaðið inn urn fjárhúsdyr, en allar fjárhús-
dyr, sem eg hsfi séð, eru svo lágar, að meðalmenn verða
að beygja sig að mun til þess að komast inn um þær,
og þröngar að því skapi. Það er því svo að sjá, að
skrimslin geti minkað og stækkað eftir þvi, sem þeim
1) ÞjóSs. og munnmæli 1899, bls, 187.