Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 44
44
marmennlarnir eru ekki til sjálfir, þá er ekki von heldur,
að hundar þeirra séu til. Þeir eru ekkert sennilegri en
sögnin um, að hundar þeir, er fylgdu her Egipta forðum,
þegar Faraó sótti eftir Israelslýð yfir Hafið rauða, hafi orð-
ið að steinbítum, og að allir steinbítar eigi rót sína að
rekja þangað. I annan stað er ómögulegt, að dýr geti
verið til í sjónum, sem keimlík eru hundum. Menn
þekkja nú orðið svo vel til spendýra um heim allan, að
varla er hætt við, að finnist spendýr, sem eru alls kostar
óiik dýrum þeim, sem menn þekkja. Oðru máli er að
gegna um fiska og enn þá lægri dýr, því af þeim getur
verið til mesti fjöldi, sem enn er með öllu óþektur,.
enda finst fjöldi tegunda af þessum dýrum á ári hverju,
sem engan hefir órað fyrir að væri til. Það er ekkert
þvi til fyrirstöðu, að menn finni nýjar hvalategundir og
nýjar selategundir í sjónum, og það ber stundum viðf
þón: það sé fremur sjaldgæft nú orðið; en að ægidjúp-
sjávarins geti leynt dýrum, sem kippir í kynið til hesta
eða hunda, það er alveg óhugsanlegt.
I flestum sögum um sjóarskrimsli er það tekið fram,
að heyrst hafi glamra eða hringla í þeim, og er svo að-
skilja, að þau hafi verið vaxin skeljum um skrokk allar,
eins og sumir hafmennirnir. Eg veit ekki betur en að
menn hafi hugsað sér, að það væru verulegar skeljarr
sem yxu utan á skrimslunum, en ekki, að þau væru þak-
in beinplötum, eins og t. d. skjaldbakan og krókódíllinn.
Þessi glamrandi í skrimslunum verður ekki eins óskiljan-
leg, þegar þess er gætt, að menn hafa oftast þózt verða
varir við skrimslin í rökkri eða myrkri, því menn hafa
haldið, að hringlaði í skeljum, þegar glamraði í fjörugrjót-
inu undan kindunum og selunum og öðrum skepnum,
er menn hugðu að væru skrimsli. Stundum hefir aftur
glamrað í klakadrönglunum utan í síldum hesturn og