Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 45
45
brynjuðum kindum, eins og dæm,úhafa verið færð til, og
þetta hefir eflaust átt sér stað miklu oftar en menn hafa
komist að raun um, að þeir höfðu fyrir sér venjulegnr
kindur og hesta, en ekki skrimsli.
Að því er snertir selamóðurina, skötumóðurina og
flyðrumóðurina, þá eru þær keimlíkar laxamóðurinni og
silungamóðurinni, en þó skaplegri en silungamóðirin að
því leyti, að menn hafa eflaust hugsað sér ófreskjur þess-
ar eins að sköpulagi og dýr þau, sem þær eru kendar
við. Ferliki þessi eiga sér annars engan stað, og ekkert
dýr er til, sem getur tríint á þau, nema ef til vill kol-
krabbar, þvi dæmi eru til þess, að þeir hafi lagt angana
upp á borðstokka á hafskipum.1
Eg hefi þá minst á flestar kynjaverur, sem eg veit
til, að menn trúi að lifi í sjó og vötnum á Islandi, og
kippir í kynið til manna og spendýra. Þó hefi eg
slept tveimur flokkum: huldufólki og illhvelum; því sel-
urinn er engin kynjavera, þótt ýmsar kynjasögur séu til
um hann. Huldufólkinu slepti eg með vilja, því að
vísu trúa menn því eða hafa trúað, að huldufólk lifði
i vötnum og jafnvel í sjó, eins oð svo margar huldu-
fólkssögur bera með sér; en það á alls ekkert skylt við
skrimsli og slíkar undraverur, þótt Jón Arnason sé á
þvi máli. Aftur ætlaði eg að fara hér nokkrum orðum
um illhveli, því margt er um þau að segja, ekki síður
en skrimslin; en ritgjörð þessi varð svo löng í smíð-
unum, að illhvelin komust ekki að í þetta skifti. Eins
má segja margt fróðlegt um fiska og þaðan af lægri
lagardýr, bæði í sjó og vötnum, svo sem loðsilunga,
1) Gröndal, bls. 121.