Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 48
Frá Svisslandi
Eptir
Þorleif H. Bjarnason.
Fyrirlestnr, fluttur i hinn islenzka Stúdentafjelagi.
Agrip af eðlisásigkomulagi landsins.
Það má heita, að Svissland sje í miðri Európu; bnatt-
staða þess er milli 450 49' og 4/0 49' stigs norður-
breiddar. Austan að því liggja Tirol og Vorarlberg,
norðan og landnorðan Elsass, Baden, Wurtemberg og Bay-
ern, vestan og útsunnan Burgund og Savoyen, sunnan
Piemont og Lombardi (Langbarðaland). Svissland er
hálfsporöskjulagað; þar sem það er lengst frá austri til
vesturs er það ‘34° km., mesta breidd þess frá norðri til
suðurs er 221 km. Það er rúmar 750 ferhyrningsmilur
á stærð eða nánar tiltekið 41,424 □ km. Sviss er eins
og kunnugt er fjöllóttasta land álfu vorrar; fer það hækk-
andi eptir því sem dregur suður eptir. Þó ber þess að
geta, að hjeraðið við norðurenda Lago Maggiore liggur
lægra en nokkur önnur sveit þar í landi eða að eins 197
m. yíir sjávarflöt. Elæst er fjalllendið í Wallis, þar er
tindur einn í Montrósafjöllunum jafnvel 4638 m. hár.
Eptir eðlisásigkomulagi skiptist landið í 3 jarðfræðisleg og
landfræðisleg belti: Jurafjalllendið, svissneska hálendið,
sem Svisslendingar nefna Meðallandið, og Alparnir.