Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 52
•
Júrafjöllin við manni og að baki þeirra risa einstöku
tindar í Vógesafjöllum; í norðurátt blasir við Habsborg,
erfðasetur Austurríkiskeisaranna, og yzt úti í sjóndeild-
arhringnum Schwarzwald; við suðurátt bera Uri-Rostock,
Titli og mörg önnur fjöll. Næst manni skiptast á íð-
grænar skógi vaxnar hlíðar og svartblá hamrabelti, en við
rætur fjallsins stafar í litverpar öldur Vierwaidstátt-
ervatnsins og snotur þorp og smáborgir. Einhver hin
dýrlegasta sjón, sem hægt er að hugsa sjer, er sólarupp-
rás á Rigi. Er fyrst sem brugðið sje upp ljósi á Finster-
aarhorn, hæsta tindinum í Berner-Oberland; því næst
fara hinir tindarnir þar í kring að roðna og áður en
varii, vindur sólunni upp fyrir fjöllin, og jöklar og
tindar allir sýnast standa í björtu báli. Að baki Lág-
Alpanna rísa hinir snævi drifnu og jökulkrýndu Há-Alpar.
Þegar skyggni er gott og bjart er yfir, sjást þeir býsna
langt. að. Það kemur jafnvel fyrir, þótt örsjaldan
sje, að menn hafa frá dómkirkjuturnunum í Strassburg,
Ulm og Milano sjeð hæstu tinda þeirra blika við him-
in. En seint og sígandi eru Alparnir að smáeyðast af
skriðum; jökulhlaup, snjóflóð og jökulár brjóta þá smám-
saman og flytja grjót, mylsnu og leir ofan í dalina. Þar
taka fljótin við og bera mestu kynstur af ýmsum jarð-
tegundum og steintegundum niður á sljettlendið og það-
an út í sjó.
Sankti-Gottharðshásljettan og tindarnir í kring um
hana eru nokkurs konar miðstöð Há-Alpanna. Þaðan
ganga 5 risavaxnir en slitróttir fjallgarðar í allar áttir. í
austur Búndneralpar, í landnorður Glarusalpar, í útnorð-
ur Vierwaldstátteralpar, í útsuður Walliseralpar og í vest-
ur Berneralpar. í fjallgörðum þessum, einkum tveimur
hinum síðast nefndu, eru margir stærri og smærri jöklar;
í Bernerölpum er Aletschjökull, víðáttumesta jökulspildan
í Sviss, 25 km. á lengd’ en 129 □ km. að víðáttu; enn