Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Síða 53
fremur er þar hin nafnfræga jökulþreuning: Jungfrau,
Mönch og Eiger, en þeir eru jöklar taldir einna svipmestir
og fegurstir í Sviss. Hæstir og hrikalegastir eru Walliser-
alpar; meðalhæð fjallgarðs þessa er 3400 m.; en um 20 tind-
ar eru þar, sem eru meir en 4000 m., og telst svo til,
að 140 skriðjöklar gangi frá fjallgarðinum ofan i dalina.
Merkastir tindar í fjöllum þessum eru Matterhorn, á landa-
mærum Svisslands og Italíu, og Dufourspitze, sem er
hæsti tindur í Sviss (4638 m). Lengi var talið ókleift að
komast upp á Matterhorn, en 1865 tókst loks 4 Eng-
lendingum að komast upp þangað; en er þeir hjeldu apt-
ur ofan, hröpuðu 3 þeirra og 1 fylgdarmaður og biðu bana.
Síðan hafa verið höggvin þrep í hamrana, þar sem þeir
voru torfærastir og nú klifrast jökulfarar á ári hverju
upp á tindinn, en ávallt þykir það glæfraför, er heíur orðið
mörgum röskum manni að fjörtjóni.
Eins og geta má nærri, er enginn hörgull á vatni í
Há-Ölpunum og hefir St. Gottharð frá alda öðli verið
nefndur ,faðir fljótanna1. A honum og fjöllunum þar í
kring spretta ýms fljót upp, er renna ýmist í norður eða
suður; af þeim má nefna Rín, Aare, llhone og. Tessin.
Ur Graubundenölpum fellur Inn í Douau; er það mikið
fljót og straumhart. En Há-Alparnir haía fleira að bjóða
en snjóbreiður, jökla, jökulfljót og hengiflug; milli hinna
himinháu fjallgarða ganga víða þröngir en frjósamir dalir
með laglegum og hreinlegum smáþorpum. Um skörðin
milli fjallgarðanna liggja hinir orðlögðu svissnesku fjall-
vegir (Passstrassen) og sumstaðar eru þar nú komnar járn-
brautir. Merkilegustu fjallvegirnir eru St. Gottharðsveg-
urinn, er liggur með fram ánni Reuss, yfir Gottharðs-
skarðið og Tremoladalinn niður að Bellinzona í Tessin,
og vegir þeir, sem ganga að vestan og austan upp úr
Rhonedalnum og suður á Ítalíu og eru kendir við stóra
St. Bernharð og Simplonskarðio. Fjallvegir þessir bera