Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Page 55
■>y
til iangframa, því að allir hlutir eru þar feikna dýrir.
Suni hver gistihúsin þar eru svo skrautleg og mikið í
þau borið, að menn hitta varla líka þeirra nema í stærstu
borgum Európu.
Veðráttufar, gróður og dýr.
Veðráttufar er mjög mismunandi og margbreytilegt í
Sviss, eins og eðlilegt er í landi, þar sem hitningnæfandi
fjöll, hásléttur og djúpir dalir skiptast á. A hinn bóginn
gætir staðbreiddarinnar þar harla litið, er litið er til lopts-
lagsins. Hvað vindstöðu snertir, eru hlýr og rakasamur
útsynningur og napur útnyrðingur einna tíðastir. Auk
þess er sunnanvindur, sem nefnist Föhn, alltíður vor og
haust í Meðallandinu og Lág-Olpunum. Vindur þessi ris
á fjöllum uppi, þegar loftþrýsting er mikil í suðri en lág
i norðri. Er hann sumstaðar voðagestur mikill og veldur
opt stórtjóni. I sumum hjeruðum er jafnvel lögboðið að
slökkva allan eld, þegar Föhn rís, af því að hann hefir
opt valdið afarmiklum húsa-brunum og skóga, sem ó-
kleift er við að ráða. Þegar Föhn er í algleymingi
sinum, fölna og skrælna blóm og jurtir á svipstundu,
skepnur ærast og menn verða Ijemagna; gemsurnar leita
burt af haglendum sínum; allt fuglakvak þagnar, en felli-
bylurinn sópar þökuin af ibúðar- og fjárhúsum og
sviptir trjám í sundur eða slítur þau upp með rótum. En
á hinn bóginn má telja Föhn það til ágætis, að hann
leysir á vorin meira snjó á nokkrum stundum en sólin
getur gjört á mörgum dögum, og á haustin flýtir hann
fyrir þroskun vínberja og aldina, enda kalla Svisslendingar
hann »vínberjasoðkarlinn« (Traubenkoch). Veðurfræðing-
um telst svo til, að meðalhitinn í Sviss mínki um i stig
Celsius við hverja 200 metra, er ofar dregur, og því hærra
sem dregur frá sjávarfleti, þess lengri verður veturinn og
sumarið styttra. Á 1500 metra hæðarstigi eru sumrin