Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Qupperneq 58
mál, en hinir eiginlegu skriðjöklar ganga opt töluvert lengra
niður, 1900—1300 (1000) m. Yfirborð jökla þeirra, sem
eru ekki mjög háir eða brattir, er yfirleitt sljett. En þó
myndast opt stærri og smærri jökulsprungur; geta þær
jafnvel orðið meir en 10 m. á breidd og 100 á lengd
og feikna djúpar. En það er fögur sjón að sjá sólar-
geislana í heiðskíru veðri leika um jökulsprungurnar og
vekja svo óumræðilega fögur litbrigði, að menn verða frá
sjer numdir af aðdáun og þykjast komnir í einhvern
töfraheim. Mönnum hefir talizt svo til, að víðátta jökla
í Sviss mundi vera rúm 2000 Qj km. Jökulbungan er
-sumstaðar jafnvel 400 m. þykk, og hafa stærðfræðingar
reiknað út, að úr einum jökli, Gornerjökli, mætti reisa 3
ísborgir á stærð við London. Á eldri flóðöldinni voru
jöklarnir þó miklu stærri og víðáttumeiri en nú; þá var
allt Meðailandið þakið jöklum og jökultungurnar gengu
þá norður að Rín og langt suður fyrir vötnin Lago di
Gomo og Lago Maggiore.
Grasafræðingar skipta Svisslandi í 4 gróðrarbelti:
Akuryrkjubeltið, er nær um yoo metra upp fyrir sjáv-
arflöt, þá skógabeltið frá 700—1200 m., því næst gras-
haga frá 1200—2500 og loks snjóa-og jöklabeitið. jurta-
gróður á Svisslandi er mjög fjölbreyttur, eins og eðlilega
leiðir af mismunandi hæð og loptslagi. Ef menn ganga
upp eitthvert af hinum hærri fjöllum Lág-Alpanna, geta
m-enn á nokkrum stundum fengið gott sýnishorn af mjög
fjölskrúðugu gróðurlífi. Mestur er gróðurinn og suðræn-
astur í sveitunum kring um smáborgirnar Locarno og
Lugano, er iiggja í skjóli fyrir sunnan Alpafjöll. Þar vex
meðal annars kyprus-, myrtu- og lárviður, gullapaldur,
oliutrje, kastaníutrje, veifipálmar, yucca- og agavetrje. I
Tessin er töluverð mórberjatrjárækt, sem er eitt af aðal-
skilyrðum silkiræktarinnar. I Vestur-Sviss eru allmikiar
tóbaksekrur. Vínyrkja er töluverð í Sviss, en að undan-