Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1902, Side 60
og leðurkennd og kafloðin. Hins vegar eru blómin stærri
og litir þeirra fegurri og skærari en sljettublómanna, og
hinn angandi ilmur, sem leggur af sumum þeirra, ber
langt af öllum ilmvökvum. Þar gefur að líta fagurrauðar
alparósir, gula, purpurrauða og bláleita Maríuvendi,
snjóhvítar, gular, bláar og blárauðar anemónur, alpanellik-
ur, alpafjólur og hið silfurstirnda >edelweiss«, sem vefur
klettabeltin kring um fjallhagana. A sumrum, þegar gott
er veður og sól skin í heiði, er blómskraut fjallhaganna
fjöllitt og glitrandi og álengdar sýnast þeir einna líkastir
glitofinni og marglitri flosábreiðu. Það er svo fögur og
dýrleg sjón, að henni verður ekki með orðum lýst.
Flest hin stærri rándýr, sem voru alltíð á Alpafjöll-
um iyr á öldum, eru nú undir lok liðin. Bjarndýr hittast
hvergi nema í Engadin, og eru þar sjaldgæf mjög; sama
er að segja um úlfa, merði og gaupur; aptur á móti ern
reíir alltíðir. Af veiðidýrum má nefna: villigelti, hirti,
hreindýr, hjera og gemsur. Steingeitin er aptur á móti al-
veg horfin og hjartarbróðir er orðinn heldur fágætur, þrátt
fyrir friðunina. Alidýrin mun eg minnast lítið eitt á f
sambandi við atvinnuvegina.
Af ránfuglum skal eg að eins nefna uglur og erni,
sem eru all-almennir, og lambagamminn, sem er því nær
liðinn undir lok. Af öðrum fuglum eru akurhænsn, þiður,
rjúpur, lævirkjar og næturgalar almennir. Vor og haust
gista óteljandi farfuglar fjallaskörðin og fjallvegina.
Vötn og ár á Svisslandi eru sum hver all-fiskisæl;
silungur veiðist jafnvel í vötnum, sem eru S mánuði lögð-
ísi eða freklega það.
Yfirlit yfir helztu viðburði i sögu
Svisslendinga.
Það er margt, sem bendir á að Sviss hafi verið byggt
frá ómunatíð, sennilega nokkrum þúsundum ára, áður ea